Mæðgurnar þjálfa saman hjá Val í vetur Mæðgurnar Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir munu þjálfa saman í vetur en þær voru á dögunum kynntar sem þjálfarar 4. flokks Vals í handbolta. Ásdís Þóra er einnig leikmaður meistaraflokks Vals á meðan Sigríður Unnur hefur verið viðloðin þjálfun undanfarin ár. Handbolti 23. júlí 2024 20:31
„Miklar tilfinningasveiflur sem tóku við“ Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið HM í handbolta fyrst íslenskra kvenna á dögunum eftir frábæra frammistöðu með undir tuttugu ára landsliði Íslands sem náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Íslands á mótinu einstakan. Persónuleg frammistaða Elínar, sem er leikmaður Hauka, á HM mun án efa varpa kastljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í atvinnumennsku alveg strax. Handbolti 4. júlí 2024 10:00
Hanna Guðrún næsti aðstoðarþjálfari Stjörnunnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar á komandi leiktíð í Olís-deild kvenna í handbolta. Frá þessu greindi Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum. Handbolti 2. júlí 2024 14:30
„Geri mér alveg grein fyrir því að þetta sé á einhvern hátt umdeilt“ Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. Hann segir að ekki ættu að koma upp hagsmunaárekstrar. Handbolti 2. júlí 2024 10:01
Staða HSÍ grafalvarleg Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í. Handbolti 22. júní 2024 08:07
Sara Sif til Hauka Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir hefur gert tveggja ára samning við Hauka. Hún gengur í raðir félagsins frá Íslandsmeisturum Vals. Handbolti 21. júní 2024 22:30
Rakel og Arnar kynnt til leiks hjá Fram Handknattleiksdeild Fram hefur kynnt þau Rakel Dögg Bragadóttur og Arnar Pétursson sem þjálfara liðsins í Olís-deild kvenna. Handbolti 20. júní 2024 21:45
Rakel tekur við Fram og landsliðsþjálfarinn aðstoðar Rakel Dögg Bragadóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta og landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson verður henni til aðstoðar. Handbolti 19. júní 2024 15:48
Aron og Thea Imani mikilvægust í vetur Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag. Íslandsmeistararnir Aron Pálmarsson og Thea Imani Sturludóttir voru valdir mikilvægustu leikmenn Olís-deildanna. Handbolti 11. júní 2024 13:01
Thea áfram í herbúðum þreföldu meistaranna Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals. Handbolti 7. júní 2024 16:46
Hin þaulreynda Rut gengin í raðir silfurliðs Hauka Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð. Handbolti 5. júní 2024 19:45
Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum. Körfubolti 30. maí 2024 09:31
Tinna Sigurrós í Stjörnuna Handboltakonan Tinna Sigurrós Traustadóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Selfossi. Handbolti 28. maí 2024 16:01
Landsliðskonum fjölgar hjá Val Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV. Handbolti 22. maí 2024 10:30
„Ég táraðist smá“ Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum. Sport 16. maí 2024 22:18
„Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur“ Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið. Sport 16. maí 2024 22:02
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. Handbolti 16. maí 2024 21:38
Einar hættir með kvennalið Fram Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum. Handbolti 13. maí 2024 17:15
„Við erum alveg róleg“ Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30. Handbolti 12. maí 2024 20:16
Uppgjör: Haukar - Valur 22-30 | Meistararnir í 2-0 Valur vann í kvöld öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Lokatölur 22-30, í leik þar sem Valskonur sýndu mátt sinn og megin. Valur er því kominn í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki. Handbolti 12. maí 2024 17:15
„Við vorum skugginn af sjálfum okkur“ „Það er auðvitað frábært að sigra þetta svakalega flotta Haukalið,“ byrjaði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, að segja eftir sigur liðsins gegn Haukum. Handbolti 9. maí 2024 19:24
Uppgjörið og viðtöl: Valur - Haukar 28-27 | Íslandsmeistarnir sluppu með skrekkinn Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Haukum í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en boðið var upp á afar spennandi leik og dramatík í lokin. Handbolti 9. maí 2024 16:15
Grótta upp í Olís eftir sigur með minnsta mun í oddaleik Grótta mun leika í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Liðið vann Aftureldingu með eins marks mun í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu. Mosfellingar falla þar með niður um deild en um var að ræða umspil milli deilda. Handbolti 4. maí 2024 17:50
Reiður Einar hellti sér yfir eftirlitsdómarana Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, fékk að líta rauða spjaldið í þriðja leik Fram og Hauka í úrslitakeppninni. Haukur unnu leikinn og sópuðu Fram í sumarfrí. Handbolti 3. maí 2024 13:37
Haukakonur sópuðu Fram í sumarfrí og mæta Val í úrslitum Það verða Haukar og Valur sem mætast í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta árið 2024. Valur tryggði sér sæti í úrslitum með að sópa ÍBV úr keppni í gær og í dag gerðu Haukakonur slíkt hið sama við Fram. Handbolti 1. maí 2024 17:01
„Vantaði meiri breidd til þess að veita þeim harðari keppni“ Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, gengur sáttur frá borði þrátt fyrir að markmið liðsins um að verða Íslandsmeistari hafi ekki gengið upp. Valskonur ruddu Eyjakonum úr veginum en niðurstaðan í rimmu liðanna var 3-0 Val í vil. Handbolti 30. apríl 2024 22:23
„Náðum að stilla spennustigið betur í hálfleik“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var kampakátur með sigur liðsins gegn ÍBV í undarnúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld sem fleytti liðinu áfram í úrslitarimmuna. Handbolti 30. apríl 2024 22:09
Uppgjörið: Valur - ÍBV 30-22 | Valskonur mættu með sópinn gegn ÍBV Valur lagði ÍBV að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld og tryggði sér þar af leiðandi farseðilinn inn í úrslitaeinvígi deildarinnar. Þar mætir liðið annað hvort Haukum eða Fram. Handbolti 30. apríl 2024 21:05
Hrafnhildur Anna til Stjörnunnar Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir hefur samið við Stjörnuna og mun ganga í raðir félagins þegar yfirstandandi tímabili í Olís-deild kvenna í handbolta lýkur. Hrafnhildur Anna skrifar undir tveggja ára samning í Garðabæ en hún kemur frá Íslandsmeisturum Vals. Handbolti 29. apríl 2024 18:01
„Það var ekkert annað í hausnum á mér“ „Ég var eiginlega að upplifa sama mómentið aftur. Ég bara tók boltann og ég var að fara að skora, það var ekkert annað í hausnum á mér,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigur á Fram í framlengdum leik. Handbolti 26. apríl 2024 21:31