„Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2025 12:00 Ágúst Jóhannsson náði einstökum árangri með Valsliðið á tímabilinu. Vísir/Ívar Ágúst Jóhannsson segist vera einstaklega stoltur af Valsliðinu sem varð deildarmeistari, Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistari á nýafstöðnu tímabili. Hann segist sjálfur vera uppgefinn eftir síðustu vikur. Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira