„Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 22:20 Lovísa Thompson skoraði fimm mörk í kvöld. Vísir/Ernir „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja,“ sagði Lovísa Thompson, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í kvöld. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47