Handbært fé þúsundfaldaðist milli ára Handbært fé eignarhaldsfélags Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra Kerecis, ríflega þúsundfaldaðist milli áranna 2022 og 2023, úr tæpum ellefu milljónum króna í tæpa þrettán milljarða króna. Viðskipti innlent 2. september 2024 16:21
Geti hamlað aðkomu einkaaðila að upplýsingatækni hjá ríkinu Ekki er útilokað að heimild í drögum að frumvarpi til laga um skipan upplýsingatækni í ríkisrekstri geti hamlað aðkomu einkaaðila almennt að upplýsingatækni í rekstri ríkisins, segja Samtök iðnaðarins. Innherji 15. ágúst 2024 14:49
Ísland framar í uppbyggingu og sölu fyrirtækja en búast mætti við Hlutfallslega er sala á nýsköpunarfyrirtækjum og félaga í eigu framtakssjóða tíðari og stærri á Íslandi en í Bandaríkjunum, segir í greiningu New Iceland Advisors sem stofnað var af Heath Cardie. Hann segir að Ísland standi sig betur en búast mætti við á þessu sviði. Innherji 14. ágúst 2024 14:54
Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum, segir nýsköpun einn af lykilþáttum sjálfbærni, sem um leið þýðir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, geta fyrir víst skapað sér ýmiss ný tækifæri til framtíðar. Atvinnulíf 9. ágúst 2024 07:01
„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Innlent 4. ágúst 2024 13:30
Fögnum allri nýsköpun og vinnusemi Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Skoðun 2. ágúst 2024 20:01
Fá hundrað milljónir til að þróa gervigreind Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 12:19
Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. Atvinnulíf 18. júlí 2024 07:01
Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. Atvinnulíf 11. júlí 2024 07:01
Bein útsending: Guðmundur Fertram tilnefndur til virtra nýsköpunarverðlauna Evrópsku nýsköpunarverðlaunin, European Inventor Award, verða veitt við við hátíðlega athöfn í Valetta á Möltu klukkan 10 að íslenskum tíma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, er einn þriggja tilnefndra í flokki iðnaðar fyrir uppfinningu sína á því hvernig nota megi fiskroð til að græða sár. Innlent 9. júlí 2024 09:30
Sáraroðið frá Ísafirði notað til bjargar brenndum börnum í Afganistan Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. Viðskipti innlent 7. júlí 2024 22:01
Íslensk hugbúnaðarlausn greinir kolefnisspor innkaupa fyrirtækja Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi. Viðskipti innlent 28. júní 2024 12:50
Markaðstorgi fyrir englafjárfestingar hleypt af stokkunum Við erum að koma á fót markaðstorgi fyrir englafjárfesta þar sem finna má fjárfestingartækifæri. Það hefur ekki verið gert áður, segir formaður IceBAN (Icelandic Business Angel Network), félagasamtök íslenskra englafjárfesta. Félagið er nýstofnað og á að efla og auka samstarf englafjárfesta. Innherji 25. júní 2024 13:08
Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Viðskipti innlent 25. júní 2024 09:01
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). Atvinnulíf 24. júní 2024 07:00
„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. Áskorun 17. júní 2024 08:01
„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Íslandi“ Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna. Innlent 6. júní 2024 15:28
„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. Atvinnulíf 3. júní 2024 07:01
„Leikmyndin er auðvitað algjört rusl“ „Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir. Menning 16. maí 2024 09:00
Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí. Viðskipti innlent 16. maí 2024 08:51
Nýsköpun er svarið Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Skoðun 15. maí 2024 09:15
Bein útsending frá Nýsköpunarviku Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni 2024 í Kolaportinu miðvikudaginn 15. maí. Viðskipti innlent 15. maí 2024 08:52
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 14. maí 2024 07:00
Að endurskapa ásýndina á að vera skemmtileg vinna en ekki kvöð „Við vinnum mikið með fyrirtækjum sem eru þriggja ára og eldri. Þó enn startup fyrirtæki en oft eru þau kominn á þann stað þegar okkar vinna hefst, að þau vilja þvo af sér þennan sprotastimpil,“ segir Helga Ósk Hlynsdóttir hjá SEROUS.BUSINESS í München, Þýskalandi. Atvinnulíf 9. maí 2024 07:01
Betur má ef duga skal Í næstu viku verður Nýsköpunarvikan haldin hátíðleg en hún er árlegur viðburður þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði. Skoðun 8. maí 2024 14:31
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. Atvinnulíf 8. maí 2024 07:00
CRI hefur greitt upp allar skuldir og hraðar ráðningum á öllum sviðum Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, segist vera í „einstakri stöðu“ samhliða því að félagið er að fara inn í vaxtarskeið en fyrirséð er að eftirspurn eftir grænu metanóli sem skipaeldsneyti muni aukast um milljónir tonna á komandi árum. Eftir að hafa klárað milljarða fjármögnun um mitt síðasta ár, leidd af norska orkurisanum Equinor, er CRI orðið skuldlaust og boðar núna miklar ráðningar á öllum sviðum starfseminnar. Innherji 5. maí 2024 11:51
Guðný og Sigurður Helgi til SI Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði. Viðskipti innlent 3. maí 2024 09:46
Frumkvöðlar koma saman í Kolaportinu Aðaldagskrá Iceland Innovation Week var birt í morgun. Þátttakendur frá meðal annars Google, Microsoft, Snapchat, NATO Innovation Fund og UN World Food Programme eru væntanlegir til landsins á hátíðina, sem fer fram dagana 13-17. maí. Viðskipti innlent 2. maí 2024 11:02
Tryggðu sér 300 milljóna króna fjármögnun Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital. Viðskipti innlent 26. apríl 2024 15:40