Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Innkalla bjór vegna gleragna

Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir.

Innlent
Fréttamynd

Matarkarfan hækkar í verði

Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kostur tekinn til gjald­þrota­skipta

Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flestar matvörur lækkað talsvert í verði á síðustu tveimur árum

Hagstætt gengi og harðari samkeppni við innflutta vöru skilar lægra matarverði til neytenda og hafa flestar matvörur lækkað talsvert í verði á síðustu tveimur árum fyrir utan mjólkina sem hefur hækkað um ríflega sjö prósent. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grípa þurfi inn í einokunarstöðu mjólkurframleiðenda.

Innlent
Fréttamynd

Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst

Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst.

Innlent