Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:12 Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. Fréttablaðið/sigtryggur Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41