Líklegt að önnur bílaumboð eigi eftir að fylgja eftir með betri fjármögnunarleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. ágúst 2019 12:30 Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Vísir/Vilhelm Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00