Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Ari Brynjólfsson skrifar 27. júlí 2019 07:30 Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. Vísir/valgarður „Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira