Hreyfingu bannað að auglýsa ókeypis líkamsrækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 10:27 Hreyfing þarf að breyta viðskiptaháttum sínum eftir auglýsingar sínar um sumartilboð á árskortum. Getty/Virojt Changyencham Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“ Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“
Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira