Davis gaf Lakers frumkvæðið Í einvígi sem lýst hefur verið sem nýjum kafla í löngu stríði LeBron James og Stephen Curry þá var það Anthony Davis sem stal senunni þegar LA Lakers unnu Golden State Warriors í nótt. Körfubolti 3. maí 2023 08:30
„Þetta verður bras fyrir Lakers“ Sérfræðingar Lögmáls leiksins hafa áhyggjur af því hvernig Los Angeles Lakers ætlar að verjast Golden State Warriors í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA sem hefst í nótt. Körfubolti 2. maí 2023 16:00
„Skeggið“ óx með ólíkindum þegar mest lá við Sundin virtust hálflokuð fyrir Philadelphia 76ers, vegna meiðsla Joel Embiid, en hinn fúlskeggjaði James Harden var ósammála og sýndi sínar gömlu, bestu hliðar í nótt í 119-115 sigri gegn Boston Celtics. Körfubolti 2. maí 2023 07:28
Hélt eldræðu fyrir leik og skaut Stríðsmönnunum svo í undanúrslit Golden State Warriors vann Sacramento Kings í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Stephen Curry bauð til veislu en hann skoraði 50 stig í leiknum. Hann hélt einnig eldræðu fyrir leik sem kveikti í liðsfélögum hans. Körfubolti 1. maí 2023 22:01
Steph Curry skaut Stríðsmönnunum í undanúrslit | Miami tók forystuna Stephen Curry skoraði hvorki meira né minna en 50 stig fyrir Golden State Warriors er liðið vann 20 stiga sigur gegn Sacramento Kings í oddaleik um sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi, 120-100. Körfubolti 1. maí 2023 07:00
Fyrsta aðstaðan sem er sérstaklega byggð fyrir kvennalið Las Vegas Aces, ríkjandi meistarar WNBA deildarinnar í körfubolta, hafa opinberað nýja æfinga- og keppnisaðstöðu liðsins. Er þetta í fyrsta sinn sem aðstaða er sérstaklega byggð fyrir og í kringum lið í WNBA deildinni. Körfubolti 30. apríl 2023 11:30
Jókerinn fékk aðstoð við að leggja Durant og Booker að velli Denver Nuggets nýtti allan þann mannskap sem liðið býr yfir til að leggja Phoenix Suns að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vestursins í NBA deildinni í körfubolta. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit. Körfubolti 30. apríl 2023 09:30
Pökkuðu Grizzlies saman og sendu í sumarfrí | Kóngarnir knúðu fram oddaleik Los Angeles Lakers pakkaði Memphis Grizzlies ofan í ferðatösku og sendi á leið í sumarfrí með 40 stiga sigri í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Sacramento Kings tryggðu sér oddaleik gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors með öruggum sigri. Körfubolti 29. apríl 2023 09:30
Skemmtilegasta NBA-serían í beinni í kvöld Áhugafólk um NBA deildina í körfubolta er að fleyta rjómann af tímabilinu þessar vikurnar enda er úrslitakeppnin komin á fulla ferð. Körfubolti 28. apríl 2023 14:00
Skoðaði fjölskyldumyndir þegar hún var að missa vonina í rússneska fangelsinu Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner sem dúsaði í fangelsi í Rússlandi í tíu mánuði ræddi upplifun sína á blaðamannafundi í gær. Körfubolti 28. apríl 2023 12:01
Teiknaði sjálfur upp lokaleikkerfið, skoraði og sendi Milwaukee í sumarfrí Miami Heat gerði sér lítið fyrir og sendi efsta lið Austurdeildarinnar, Milwaukee Bucks, í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Miami vann einvígið, 4-1. Körfubolti 27. apríl 2023 07:13
Þurfa að færa Janet Jackson tónleika út af velgengni Hawks Atlanta Hawks hélt sér á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna frábæran endurkomusigur í Boston. Körfubolti 26. apríl 2023 13:00
Tvö lið í sumarfrí en eitt hélt sér á lífi í NBA í nótt Los Angeles Clippers og Minnesota Timberwolves eru bæði komin í sumarfrí eftir tap í nótt í fimmta leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvígi sínu á móti Boston Celtics. Körfubolti 26. apríl 2023 07:20
Kim mætti til að styðja við fyrrverandi mág sinn Kim Kardashian sat á fremsta bekk þegar Los Angeles Lakers, lið Tristans Thompson fyrrverandi mágs hennar, spilaði við Memphis Grizzlies í nótt. Tristan á tvö börn með Khloe Kardashian, systur Kim, en samband þeirra hefur verið ansi stormasamt í gegnum árin. Lífið 25. apríl 2023 21:20
Rockets ræður þjálfarann sem Celtics setti í bann Ime Udoka er nýr þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta. Sá var rekinn frá Boston Celtics á síðasta ári fyrir framhjáhald með samstarfskonu sinni. Þá var hann ásakaður um að láta óæskileg ummæli falla um kvenmann sem starfaði fyrir félagið. Körfubolti 25. apríl 2023 15:31
Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. Körfubolti 25. apríl 2023 08:31
„Eitthvað ógeðslega gaman við að sé einhver alvöru vondi kall“ Deila þeirra LeBrons James og Dillons Brooks er meðal þess sem verður til umræðu í Lögmáli leiksins í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2023 16:01
Meistararnir jöfnuðu metin | Ógnarsterkur varnarleikur Knicks Golden State Warriors jafnaði metin gegn Sacramento Kings í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi leik í nótt. New York Knicks og Boston Celtics eru komin 3-1 yfir í sínu einvígi á meðan Minnesota Timberwolves sýndi smá lífsmark. Körfubolti 24. apríl 2023 08:01
Philadelphia sópaði Brooklyn í sumarfrí | Lakers og Heat með óvænta forystu Philadelphia 76ers tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið vann góðan átta stiga sigur gegn Brooklyn Nets, 96-88. Þá eru bæði Los Angeles Lakers og Miami Heat komin með óvænta forystu í sínum rimmum. Körfubolti 23. apríl 2023 09:30
Wembanyama skráir sig í nýliðavalið Victor Wembanyama, einn mest spennandi körfuboltamaður heims síðustu tuttugu ára, hefur gefið það út að hann muni skrá nafn sitt í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fyrir næsta tímabil. Körfubolti 22. apríl 2023 12:15
Jókerinn með þrefalda tvennu og Denver einum sigri frá undanúrslitum Átta liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta héldu áfram í nótt með þremur leikjum. Nikola Jokic skilaði þrefaldri tvennu fyrir Denver Nuggets er liðið vann níu stiga sigur gegn Minnesota Timberwolves, 120-111, og Denver-liðið er nú aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. Körfubolti 22. apríl 2023 09:31
Sólirnar og Stríðsmennirnir með lífsmarki Phoenix Suns og Golden State Warriors unnu mikilvæga sigra í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá er Philadelphia 76ers komið í þægilega stöðu. Körfubolti 21. apríl 2023 08:00
Memphis og Milwauke unnu án sinna sterkustu hesta Þrír leikir fóru fram í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta karla í nótt. Memphis Grizzlies og Milwauke Bucks jöfnuðu metin í einvígum sínum en bæði liðin léku án lykilleikmanna sinna í nótt. Þá er Denver Nuggets komið í þægilega stöðu í rimmu sinni. Körfubolti 20. apríl 2023 10:24
Slysahætta við að fiska ruðning í NBA-deildinni Það getur verið stórhættulegt þegar hávaxnir körfuboltamenn reyna að troða yfir hvorn annan. NBA-deildin í körfubolta íhugar nú að breyta reglum er varðar ruðning. Körfubolti 19. apríl 2023 18:15
Trae Young valinn ofmetnasti leikmaður NBA Trae Young, stjarna Atlanta Hawks, var valinn ofmetnasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta í könnun meðal leikmanna deildarinnar. Körfubolti 19. apríl 2023 15:30
Suns og Cavaliers jöfnuðu metin Úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta heldur áfram. Boston Celtics er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks á meðan Phoenix Suns og Cleveland Cavaliers jöfnuðu metin í einvígum sínum. Körfubolti 19. apríl 2023 09:00
Tvö núll undir í fyrsta sinn á ferlinum Sacramento Kings leiða 2-0 gegn Golden State Warriors í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs. Körfubolti 18. apríl 2023 09:31
Lögmál leiksins: „Sacramento er Sauðárkrókur Bandaríkjanna“ Í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins er farið yfir víðan völl. Meðal annars er farið yfir mesta stemningsliðið í NBA-deildinni í körfubolta. Sérfræðingar þáttarins eru sammála. Körfubolti 17. apríl 2023 17:00
Varamaðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla. Körfubolti 17. apríl 2023 09:30
Tap hjá Golden State í fyrsta leik úrslitakeppninnar Meistarar Golden State Warriors töpuðu gegn nágrönnum sínum í Sacramento Kings þegar liðin mættust í fyrsta leik einvígis liðanna í Vesturdeildinni í nótt. Boston Celtics og Philadelphia 76´ers unnu þægilega sigra. Körfubolti 16. apríl 2023 09:30