Baulað á Sixers en liðið kom til baka og komst áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:20 Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers og Jimmy Butler hjá Miami Heat þakka fyrir leikinn í nótt en Embiid og félagar í Sixers unnu nauman sigur. AP/Chris Szagola Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með eins stigs sigri á Miami Heat í umspilinu í nótt en Miami bíður úrslitaleikur á móti Chicago Bulls um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira