Körfubolti

Öruggur sigur í fyrsta leik úr­slita­keppninnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jarrett Allen og Donovan Mitchell fagna sigrinum í leikslok.
Jarrett Allen og Donovan Mitchell fagna sigrinum í leikslok. AP Photo/Ron Schwane

Fyrsta leik úrslitakeppni NBA lauk með 97-83 sigri Cleveland Cavaliers gegn Orlando Magic. 

Cavaliers enduðu í 4. sæti austurdeildarinnar og Magic í 5. sæti. Aðeins einum sigri munaði milli liðanna og það má því gera ráð fyrir jafnri og spennandi rimmu. 

Leikurinn í dag var að mestu í höndum heimamanna, Cleveland Cavaliers. Þeir leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhlutann og hálfleikstölur voru 53-41 þeim í vil. 

Gestunum gekk illa að saxa á forystuna í seinni hálfleik og sátu á endanum eftir með sárt ennið. 

Donovan Mitchell hjá Cavaliers var stigahæstur í leiknum með 30 stig, hann gaf að auki 3 stoðsendingar og tókst þrisvar að stela boltanum. Paulo Banchero skilaði flestum stigum hjá gestunum, 24 talsins auk 13 frákasta og 5 stoðsendinga. 

Phoenix Suns og Minnesota Timberwolves eigast einnig við í vestrinu í kvöld. Leikur þeirra er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 

Klukkan 22:00 hefst svo úrslitakeppnin í austrinu þegar Philadelphia 76ers taka á móti New York Knicks. 

  • Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA
  • - Austurdeildin -
  • (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat
  • (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers
  • 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers
  • (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic
  • - Vesturdeildin -
  • (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans
  • (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers
  • (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns
  • 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×