Lokaumferð NBA-deildarinnar aldrei verið jafn spennandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 08:01 LeBron James og félagar þurfa sigur til að halda í 8. sætið. Justin Ford/Getty Images Í kvöld fer 82. og síðasta umferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fram. Eins ótrúlega og það hljómar þá er fjöldi leikja sem skipta enn máli enda gríðarlega margt sem getur breyst eftir lokaumferðina. NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira