NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Meistarar Miami á siglingu

Meistarar Miami Heat voru í banastuði á heimavelli sínum í nótt er Atlanta kom í heimsókn. Öruggur sigur hjá Miami sem er búið að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum. Þar af hefur liðið unnið síðustu fimm.

Körfubolti
Fréttamynd

D'Antoni: Enginn veit hvenær Kobe snýr aftur

Kobe Bryant er byrjaður að æfa með Los Angeles Lakers liðinu en bandarískir fjölmiðlar hafa ekki fengið að vita um það hvenær leikmaðurinn byrjar að spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta. Bryant sleit hásin í lok síðasta tímabils.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James og Beckham í samstarf

Bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld að LeBron James, besti körfuboltamaður heims og David Beckham, einn allra frægasti fótboltamaður heims, séu að ræða saman möguleikann á því að stofna nýtt MLS-lið í Miami.

Körfubolti
Fréttamynd

Hill fór á kostum í liði Lakers

Jordan Hill er heldur betur að slá í gegn hjá LA Lakers en í annað sinn á fimm dögum bætti hann sinn besta árangur hjá félaginu. Í nótt skoraði hann 24 stig og tók 17 fráköst í sigri Lakers á Detroit.

Körfubolti
Fréttamynd

Bulls fyrst til að vinna Indiana Pacers

Chicago Bulls varð í nótt fyrsta liðið til að leggja Indiana Pacers að velli í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að öruggum 16 stiga sigri Bulls 110-94.

Körfubolti
Fréttamynd

Nash verður frá í tvær vikur

Leikstjórnandi LA Lakers, Steve Nash, fór meiddur af velli í leik liðsins gegn Minnesota á sunnudag. Hann sagði strax þá að honum litist ekkert sérstaklega vel á blikuna.

Körfubolti
Fréttamynd

Rose fór meiddur af velli

Það fór um marga stuðningsmenn Chicago Bulls í nótt þegar stjarna liðsins, Derrick Rose, haltraði af velli undir lok leiksins gegn Cleveland.

Körfubolti
Fréttamynd

Besta byrjun í sögu Indiana

Indiana Pacers er að byrja með látum í NBA-deildinni og vann í nótt sinn áttunda leik í röð. Liðið hefur ekki enn tapað leik og þessi byrjun liðsins er félagsmet.

Körfubolti
Fréttamynd

Myndband af húsi Michael Jordan

Rétt fyrir utan Chicago er hús sem marga íþróttaáhugamenn dreymir um, heimili Michael Jordans sem lék með Chicago Bulls á árunum 1984-1993 og 1995-1998. Jordan vann 6 NBA titla á tíma sínum í Chicago og er af flestum talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Morris-tvíburarnir blómstra í Phoenix

Tvíburabræðurnir Markieff og Marcus Morris eru að standa sig vel í NBA-deildinni í körfubolta en þeir spila nú báðir með Phoenix Suns. Morris-bræðurnir áttu mikinn þátt í sigri á Denver Nuggets í fyrrinótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Loksins vann Boston | Pacers ósigraðir

Boston Celtics vann loksins fyrsta leik í NBA-deildinni í nótt þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Utah Jazz, 97-87, í Boston. Bæði lið höfðu farið skelfilega af stað í deildinni og tapað öllum sínum leikjum en Boston landaði mikilvægum sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

Westbrook aftur á völlinn í sigri OKC á Suns

OKC vann góðan sigur á Phoenix Suns, 106-96, Í NBA deildinni í nótt en Russell Westbrook, leikmaður OKC, sneri aftur til baka á körfuboltavöllinn eftir að hafa meiðst illa í úrslitakeppninni á síðasta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

76ers skelltu Bulls

Ótrúleg byrjun Philadelphia 76ers heldur áfram í NBA körfuboltanum. 76ers er enn ósigrað eftir nóttina en liðið lagði Chicago Bulls 107-104 á heimavelli sínum í nótt þar sem nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum.

Körfubolti