RÚV brýtur á börnum Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Skoðun 3. nóvember 2025 09:32
Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Það þarf bæði hugrekki og dálítinn skammt af brjáluðu sjálfstrausti til að takast á við stærsta harmleik sögunnar — og láta hann tala við samtímann. Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri gerir það í nýrri uppsetningu á Hamlet sem frumsýnd var í Borgarleikhúsið síðastliðið föstudagskvöld - þar sem hún teygir leikhúsformið, blandar götumáli við ljóðamál og spyr: Hvað þýðir „að vera eða ekki vera“ árið 2025? Lífið 3. nóvember 2025 09:00
Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Nafn Dóru Jóhannsdóttur, eins handritshöfundar sjónvarpsþáttanna Húsó, birtist ekki á skjám landsmanna þegar þættirnir voru sýndir á Rúv í byrjun árs. Né birtist dulnefni hennar, Hekla Hólm, sem hún hafði beðið um að stílað yrði á þættina. Lífið 3. nóvember 2025 07:32
Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Danskur þingmaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir Ísland aldrei hafa verið nýlendu og segir íslenskum netverja að komast út úr fórnarlambshugarfari. Deilt hefur verið um það hvort Ísland hafi verið nýlenda eða hjálenda Danmerkur. Menning 3. nóvember 2025 07:01
Tchéky Karyo látinn Tyrkneski leikarinn Tchéky Karyo er látinn 72 ára að aldri. Fjölskylda Karyo greinir frá andláti hans, en banamein hans mun hafa verið krabbamein. Lífið 1. nóvember 2025 23:59
Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað. Neytendur 1. nóvember 2025 20:00
Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni „Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna. Menning 1. nóvember 2025 07:00
Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi, ósæmilegir eða hreinlega særandi. Menning 31. október 2025 15:40
Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Skemmtiþáttur vetrarins Gott kvöld er á leiðinni í loftið á Sýn og það er nú ekki lið af verri endanum sem mun stjórna þessum þætti. Lífið 31. október 2025 14:00
Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Fjölmiðlakonan Megyn Kelly er hneyksluð á Sydney Sweeney og telur hana hafa verið blekkta til að klæðast gegnsæjum silfurlituðum kjól á viðburði Variety um kraft kvenna. Tíska og hönnun 31. október 2025 12:00
Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár Í fyrsta sinn í 35 ár hefur það gerst að ekkert rapplag er að finna í einu af fjörutíu efstu sætum bandaríska Billboard-vinsældalistans. Tónlist 31. október 2025 11:39
„Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni. Tónlist 31. október 2025 07:03
Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma. Bíó og sjónvarp 30. október 2025 19:00
Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Auglýsingahlé snýr aftur í janúar og fyrstu daga mánaðarins mun verk Þordísar Erlu Zoëga prýða auglýsingaskjái á flettiskiltum og auglýsingaskjám víða um höfuðborgarsvæðið. Lífið 30. október 2025 15:53
Hvenær má byrja að spila jólalög? Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar. Lífið 30. október 2025 15:01
Barnastjarna bráðkvödd Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air. Bíó og sjónvarp 30. október 2025 12:31
Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Stjórn Trúpí ehf. hefur samþykkt að greiða út fimmtíu milljónir króna í arð. Eini eigandi félagsins er tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin. Tekjur félagsins námu 78 milljónum króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður. Viðskipti innlent 30. október 2025 11:28
Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Hjónin Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson hlutu menningarviðurkenningu Árborgar árið 2025. Þau hafa eflt menningarlíf Eyrarbakka síðustu áratugi með ljósmyndasýningum, sögugöngum, bókaútgáfu og rekstri Laugabúðar. Menning 29. október 2025 16:00
Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bandaríski leikarinn Chris Evans, þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Kaftein Ameríku, og eiginkona hans, portúgalska leikkonan Alba Baptista, eru orðnir foreldrar. Þau hafa reynt að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en fjölmiðlum áskotnaðist fæðingarvottorð nýfæddrar stúlkunnar. Bíó og sjónvarp 29. október 2025 11:47
Cecilie tekur við af Auði Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025. Menning 29. október 2025 09:54
Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg „Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf. Tónlist 29. október 2025 07:03
Til hamingju Víkingur Heiðar! Árið 2008 hitti ég Víking Heiðar í fyrsta sinn. Hann tók þátt í tónleikaröð fyrir rísandi stjörnur í klassískri tónlist, en viðburðurinn var hluti af sérstakri menningarhátíð sem ég átti þátt í að undirbúa í Brussel. Þarna birtist þessi hógværi hlýlegi maður og spilaði einstaklega fallega fyrir nokkuð stóran hóp í sal eins helsta menningarhúss Brussel, Palais de Bozar. Skoðun 28. október 2025 19:31
Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? Bíó og sjónvarp 28. október 2025 18:00
Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 14:28
Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Leikkonan Prunella Scales, sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, er látin, 93 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 12:09
Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026, aðeins þetta eina kvöld. Lífið samstarf 28. október 2025 08:35
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. Gagnrýni 28. október 2025 07:03
„Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Sænski leikarinn Björn Andrésen, sem varð heimsfrægur sem „fallegasti drengur í heimi“ þegar hann lék í kvikmyndinni Dauðinn í Feneyjum árið 1971, er látinn, 70 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 27. október 2025 16:23
Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Svo mikil aðsókn og troðningur var á sýningu í Stykkishólmi á laugardaginn að listakonan ætlar að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næstu sýningu. Eftirspurn var mikil og dæmi um að hlutir hafi brotnað í troðningnum. Listakonan segir líklega tilefni til að hækka verðið á verkum sínum. Lífið 27. október 2025 15:57
Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Þórdís Dröfn Andrésdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025 fyrir ljóðahandritið Síðasta sumar lífsins. Upphæð verðlaunafjár nemur einni milljón króna og kemur bókin út hjá bókaútgáfunni Benedikt. Menning 27. október 2025 15:18