Byrjunarliðin klár hjá United og Milan Fyrri leikur Manchester United og AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Sýn. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson eru nú að hita upp fyrir leikinn í beinni á Sýn. Fótbolti 24. apríl 2007 17:59
Hoddle tippar á Milan og Liverpool í úrslitum Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist tippa á að það verði Liverpool og AC Milan sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í vor og endurtaki þar með leikinn frá í Istanbul árið 2005. Fótbolti 24. apríl 2007 16:39
Mourinho sagður hafa falið sig í þvottakörfu Tvö bresk blöð halda því fram í dag að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafi notað mjög óhefðbundnar aðferðir til að koma skilaboðum til sinna manna þegar hann var í leikbanni í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Hann fékk þá tveggja leikja bann fyrir framkomu sína á leik gegn Barcelona. Enski boltinn 24. apríl 2007 14:26
Dida klár í slaginn með Milan Markvörðurinn Dida er leikfær og er í leikmannahópi AC Milan sem mætir meiðslum hrjáðu liði Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2007 13:58
Ferguson: Við óttumst ekki AC Milan Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir sína menn ekki óttast ítalska liðið AC Milan fyrir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikið verður á Old Trafford og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fótbolti 24. apríl 2007 13:52
Maldini hrósar Manchester United Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, hrósar liði Manchester United fyrir slag liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir liðið vera mun sterkara nú en það var fyrir tveimur árum, en segir sína menn tilbúna í slaginn. Fótbolti 24. apríl 2007 13:46
Maldini verður ekki settur til höfuðs Ronaldo Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, hefur ekki í hyggju að breyta leikskipulagi sínu út af vananum til að halda sem mest aftur af Cristiano Ronaldo, leikmanni Manchester United, í fyrri viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. Orðrómur hafði verið um að fyrirliðinn Paulo Maldini yrði settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Ronaldo, en Ancelotti segir svo ekki vera. Fótbolti 23. apríl 2007 20:22
Shevchenko vill frekar mæta Milan Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist heldur vilja mæta AC Milan en Manchester United ef Chelsea nær að vinna sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu. Svo gæti farið að Manchester United og Chelsea spiluðu þrjá úrslitaleiki á hálfum mánuði í vor. Fótbolti 17. apríl 2007 19:45
Dida tæpur fyrir leikinn á Old Trafford Brasilíski markvörðurinn Dida hjá AC Milan gæti misst af fyrri leik liðsins gegn Manchester United á Old Trafford þann 24. apríl vegna meiðsla á öxl. Hann meiddist í leik gegn Messina á dögunum þegar hann skall ár markstönginni. Fótbolti 17. apríl 2007 13:59
Stuðningsmenn United beðnir að draga úr áfengisneyslu Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið þess á leit við stuðningsmenn Manchester United að stilla áfengisneyslu í hóf þegar liðið sækir AC Milan heim í Meistaradeildinni í byrjun næsta mánaðar. Talsmaður UEFA segir að hluta þeirra vandamála sem komið hafi upp á leikjum undanfarið megi rekja til ofdrykkju. Fótbolti 12. apríl 2007 18:11
Ancelotti: United er sterkara núna Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hlakka mikið til að mæta Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, þar sem ítalska liðið verður nú í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Ancelotti segir Manchester United mun sterkara nú en fyrir tveimur árum, þegar Milan vann báða leiki liðanna. Fótbolti 11. apríl 2007 23:08
Sálfræðistríðið hafið hjá Benitez og Mourinho Í kvöld varð ljóst að það verða Liverpool og Chelsea sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni fyrir tveimur árum og segja má að sálfræðistríðið fyrir undanúrslitin hafi byrjað strax í dag þegar Benitez skaut föstum skotum að kollega sínum. Fótbolti 11. apríl 2007 22:21
Crouch: Draumaeinvígi í undanúrslitunum Peter Crouch skoraði sigurmark Liverpool gegn PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld og skaut sína menn því auðveldlega í undanúrslitin með samanlögðum 4-0 sigri á hollenska liðinu. Crouch hélt með Chelsea á sínum yngri árum og segir einvígið við liðið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verða mjög sérstakt. Fótbolti 11. apríl 2007 21:50
Hitzfeld: Milan tók okkur í kennslustund Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, viðurkenndi að AC Milan hefði einfaldlega verið betri aðilinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Milan sigraði 2-0 í Munchen og mætir Manchester United í undanúrslitum. Fótbolti 11. apríl 2007 21:45
Frækinn sigur AC Milan í Munchen AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Fótbolti 11. apríl 2007 20:33
2-0 fyrir Milan í hálfleik AC Milan hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Bayern Munchen á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Clarence Seedorf skoraði með laglegu skoti á 27. mínútu og Filippo Inzaghi bætti öðru við skömmu síðar þegar hann fékk boltann inn fyrir vörn heimamanna. Nokkur rangstöðulykt var af markinu, en það telur og ítalska liðið skyndilega komið í afar vænlega stöðu. Enn er markalaust í leik Liverpool og PSV á Anfield. Fótbolti 11. apríl 2007 19:16
Byrjunarliðin í klár í Meistaradeildinni Nú styttist í að flautað verði til leiks í lokaleikjum 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Bayern tekur á móti AC Milan í Munchen og Liverpool tekur á móti PSV á Anfield. Steven Gerrard og Jamie Carragher eru hvíldir í liði Liverpool. Byrjunarlið beggja má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 11. apríl 2007 18:38
Gætið ykkar á leikaranum Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, hefur varað leikmenn sína sérstaklega við því að mynda óþarfa snertingu við ítalska framherjann Filippo Inzaghi í síðari leik liðanna í Munchen í kvöld. Hann kallar Inzaghi leikara og segir að hann muni nota hvert mögulegt tækifæri til að fiska aukaspyrnur á þýsku varnarmennina. Fótbolti 11. apríl 2007 16:52
Hitzfeld treystir á heimavöllinn Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. Fótbolti 11. apríl 2007 12:45
Benitez: Mikilvægt að stjórna hraðanum frá byrjun Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur farið þess á leit við sína menn að þeir byrji vel í síðari leiknum við PSV á heimavelli í kvöld. Liverpool hefur örugga 3-0 forystu frá fyrri leiknum í Hollandi og því ætti það aðeins að vera formsatriði fyrir þá rauðu að klára dæmið gegn meiðslum hrjáðu liði PSV. Fótbolti 11. apríl 2007 10:30
Carrick: Þetta var eins og í draumi Miðjumaðurinn Michael Adrian Carrick hjá Manchester United er ekki þekktur fyrir að skora mikið af mörkum, en hann setti tvö í ótrúlegum 7-1 sigri United á Roma í Meistaradeildinni í gær. Hann sagði leikinn hafa verið draumi líkastan. Fótbolti 11. apríl 2007 09:00
Totti: Erfiðasta stundin á ferlinum Francesco Totti, fyrirliði Roma, sagði að 7-1 tapið gegn Manchester United í Meistaradeildinni í gær hafi verið erfiðasta stund hans á ferlinum. Fótbolti 11. apríl 2007 07:30
Mourinho: Besti útisigur liðsins í þrjú ár Jose Mourinho var alsæll með leik sinna manna í Chelsea í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Valencia 2-1 á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigur Chelsea var fyllilega verðskuldaður og engu líkara en eitt lið væri á vellinum í síðari hálfleik. Fótbolti 10. apríl 2007 21:26
Ferguson: Besti Evrópuleikurinn undir minni stjórn Sir Alex Ferguson var bókstaflega í sjöunda himni í kvöld eftir að hans menn í Manchester United rótburstuðu Roma 7-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ferguson sagði þetta bestu frammistöðu liðsins í Meistaradeildinni í sinni stjórnartíð. Fótbolti 10. apríl 2007 21:20
Aftaka á Old Trafford Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 7-1 sigri á ítalska liðinu Roma í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. Enska liðið fór hreinlega á kostum í kvöld og gerði út um leikinn með þremur mörkum á átta mínútna kafla þegar aðeins 19 mínútur voru liðnar af leiknum. Fótbolti 10. apríl 2007 20:42
Essien tryggði Chelsea sæti í undanúrslitum Miðjumaðurinn magnaði Michael Essien tryggði Chelsea 2-1 sigur á Valencia í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Fernando Morientes kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Andriy Shevchenko jafnaði í upphafi þess síðari. Það var svo Essien sem tryggði sigurinn með marki á 90. mínútu, en hann spilaði meiddur í kvöld. Fótbolti 10. apríl 2007 20:36
6-0 fyrir Manchester United Manchester United er komið í 6-0 gegn Roma á Old Trafford. Cristiano Ronaldo og Michael Carrick hafa báðir bætt við öðru marki sínu í leiknum og Rómverjarnir eru gjörsamlega heillum horfnir. Staðan í leik Valencia og Chelsea er 1-1 þar sem Andriy Shevchenko skoraði mark gestanna. Fótbolti 10. apríl 2007 20:07
United að valta yfir Roma Manchester United hefur yfir 4-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari viðureign liðsins gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Valencia hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og er því í vænlegri stöðu í einvíginu. Fótbolti 10. apríl 2007 19:34
Manchester United í stuði Manchester United er komið í 3-0 eftir aðeins 19 mínútna leik gegn Roma í Meistaradeildinni. Enska liðið hefur farið á kostum í upphafi leiks gegn lánlausum Rómverjunum og nú er United komið yfir 4-2 samtals í einvíginu. Mörkin skoruðu Carrick (11.), Smith (17.) og Rooney (19.). Fótbolti 10. apríl 2007 19:06
Essien byrjar hjá Chelsea Miðjumaðurinn Michael Essien verður í byrjunarliði Chelsea í leiknum gegn Valencia í Meistaradeildinni kvöld þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Fernando Morientes er í framlínu Valencia á ný eftir meiðslin sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Íslendingum. Fótbolti 10. apríl 2007 17:59