United og Bayern í góðum málum Manchester United og Bayern Munchen eru í mjög góðum málum í Meistaradeildinni. Henrik Larsson er búinn að koma United í 1-0 gegn Lille á Old Trafford og þá var Brasilíumaðurinn Lucio að koma Bayern í 2-0 gegn Real Madrid. Liðin eru því í afar vænlegri stöðu þegar aðeins 15 mínútur eru til leiksloka. Fótbolti 7. mars 2007 21:16
Arsenal leiðir á sjálfsmarki Arsenal er komið í 1-0 gegn PSV á Emirates í Meistaradeildinni. Markið var sjálfsmark frá varnarmanninum Alex, en það var einmitt hann sem skoraði sjálfsmark og sendi lið sitt úr keppni síðast þegar liðin mættust í keppninni. Staðan í rimmunni er því orðin 1-1. Enn er ekkert mark komið í öðrum leikjum kvöldsins síðan Roy Makaay kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid. Fótbolti 7. mars 2007 21:10
Makaay skoraði eftir 10 sekúndur og setti met Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins 10 sekúndur. Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem hafa verið fljótastir að skora í sögu Meistaradeildarinnar. Fótbolti 7. mars 2007 20:28
Martröð í byrjun hjá Real Madrid Keppni í Meistaradeild Evrópu hefst með látum í kvöld, en framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen hefur eflaust farið langt með að setja nýtt met í keppninni þegar hann kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid eftir aðeins um 10 sekúndna leik. Eins og staðan er núna er Bayern því á leið áfram í keppninni á útimörkum. Fótbolti 7. mars 2007 19:48
Houllier: Ég fer hvergi Knattspyrnustjórinn Gerard Houllier segist ekki ætla að segja starfi sínu hjá Lyon lausu þrátt fyrir að lið hans hafi verið illa leikið af Roma á heimavelli sínum í gær. Margir spáðu því að Lyon færi langt í Meistaradeildinni þetta árið, en liðið var arfaslakt gegn Rómverjunum í gær og steinlá 2-0 í fyrsta tapi sínu á heimavelli síðan 2002 í keppninni. Fótbolti 7. mars 2007 19:28
Henry á bekknum hjá Arsenal Thierry Henry verður á varamannabekk Arsenal þegar liðið tekur á móti PSV í Meistaradeildinni í kvöld. Þá verður Ryan Giggs á bekknum hjá Manchester United sem tekur á móti Lille. Bæði lið verða í eldlínunni í beinum útsendingum sjónvarpsstöðva Sýnar. Fótbolti 7. mars 2007 19:06
Ótti og trú Gordon Strachan, þjálfari Celtic, segir sýna menn verða að hafa rétta blöndu af ótta og trú á sjálfa sig í kvöld þegar þeir sækja AC Milan heim í Meistaradeildinni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með markalausu jafntefli. Fótbolti 7. mars 2007 18:30
Cannavaro verður ekki með Real í kvöld Miðvörðurinn Fabio Cannavaro getur ekki leikið með Real Madrid í kvöld þegar liðið sækir Bayern Munchen heim í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Cannavaro meiddist á nára á æfingu í gær og þetta þýðir að þeir Ivan Helguera og Sergio Ramos munu líklega standa í hjarta varnarinnar og hinn ungi Miguel Torres tekur bakvarðarstöðu Ramos. Fótbolti 7. mars 2007 16:47
Mancini: Navarro er skræfa Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segir að David Navarro hjá Valencia sé skræfa. Þetta sé eina orðið sem hægt sé að nota til að lýsa manni sem hagar sér eins og Navarro gerði í gær. Fótbolti 7. mars 2007 16:02
Valencia og Inter kærð vegna ólátanna í gær Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Valencia og Inter Milan vegna slagsmálanna sem brutust út eftir leik liðanna í gær. Þá hafa fimm leikmenn úr liðunum verið kærðir sérstaklega fyrir alvarleg agabrot. Fótbolti 7. mars 2007 15:51
Stuðningsmaður Celtic lést í Mílanó Stuðningsmaður skoska liðsins Glasgow Celtic lét lífið í Mílanó í gærkvöldi eftir að leigubíll ók á hann á götu skammt frá San Siro leikvangnum. Maðurinn var 36 ára gamall og ælað ásamt fjölda landa sinna að fylgja liði Celtic á síðari leikinn gegn AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 7. mars 2007 14:45
Koeman hleður pressu á Arsenal Ronald Koeman, þjálfari PSV Eindhoven, segir að ekkert megi útaf bera hjá Arsenal í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hollenska liðið hefur 1-0 forystu fyrir leikinn á Emirates í kvöld. Fótbolti 7. mars 2007 14:31
Navarro biðst afsökunar David Navarro, leikmaður Valencia, hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni í gær þar sem hann hljóp inn á völlinn og kýldi Nicolas Burdisso hjá Inter. Völlurinn logaði í slagsmálum eftir að flautað var af þar sem spænska liðið fór áfram í keppninni. Fótbolti 7. mars 2007 14:07
Rijkaard: Liverpool átti skilið að fara áfram Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var auðmjúkur eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Anfield. Hann sagði Liverpool eiga skilið að fara áfram og hrósaði enska liðinu fyrir gott skipulag og baráttu. Fótbolti 6. mars 2007 22:51
Carragher: Við slógum besta lið í heimi úr keppni Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool var í góðum anda í kvöld eftir að Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni þrátt fyrir tap á heimavelli. Hann sagði þessa niðurstöðu líklega besta afrek Liverpool í Meistaradeildinni fyrir utan það að lyfta sjálfum bikarnum. Fótbolti 6. mars 2007 22:45
Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Fótbolti 6. mars 2007 21:36
Eiður skoraði strax Eiður Smári Guðjohnsen var ekki lengi að setja mark sitt á leik Liverpool og Barcelona á Anfield og skoraði laglegt mark nánast um leið og hann kom inn sem varamaður. Barcelona þarf eitt mark í viðbót til að tryggja sig áfram í keppninni. Fótbolti 6. mars 2007 21:16
Eiður kominn á vettvang Eiður Smári Guðjohnsen kom inn í lið Barcelona sem varamaður á 71. mínútu í leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni. Staðan er enn 0-0 og því þurfa Börsungar að sækja grimmt síðustu 20 mínútur leiksins. Chelsea er búið að jafna í 1-1 gegn Porto þar sem Arjen Robben skoraði í upphafi síðari hálfleiks. Roma er yfir 2-0 gegn Lyon og jafnt er 0-0 hjá Valencia og Inter. Fótbolti 6. mars 2007 21:13
Jafnt á Anfield í hálfleik - Chelsea undir Staðan í leik Liverpool og Barcelona á Anfield Road er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Evrópumeistararnir mega þakka fyrir að hafa haldið jöfnu því Liverpool hefur átt 9 skot á markið en Barca aðeins 1 og hefur enska liðið átt fleiri en eitt skot í tréverkið. Fótbolti 6. mars 2007 20:29
Eiður Smári á bekknum Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í stórleik Liverpool og Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en hann er sýndur beint á Sýn þar sem útsending hefst klukkan 19:30. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Fótbolti 6. mars 2007 18:45
Cannavaro: Dauðadæmdir ef við dettum í vörn Miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid segir sína menn ekki ætla að falla í þá gryfju að verja forskot sitt þegar þeir sækja Bayern Munchen heim annað kvöld. Real hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn á Spáni en liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum sínum í Munchen. Fótbolti 6. mars 2007 16:39
Mourinho: Hvaða pressa? Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki finna fyrir pressu í starfi frá neinum nema sjálfum sér og segir að ef hann yrði rekinn frá Chelsea myndi hann taka að sér nýtt starf eftir tvær vikur - og ríkur í þokkabót. Fótbolti 6. mars 2007 16:04
Henry hugsanlega í byrjunarliði Arsenal Thierry Henry verður líklega í byrjunarliði Arsenal þegar það tekur á móti PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Henry hefur verið mjög tæpur vegna meiðsla en Arsene Wenger upplýsti í dag að hann væri klár í byrjunarliðið. Hann segir þó nokkra áhættu fólgna í því að láta Henry spila og hefur enn ekki gert upp hug sinn. Fótbolti 6. mars 2007 15:45
Saha verður ekki með gegn Lille Franski framherjinn Louis Saha verður ekki með liði Manchester United þegar það mætir Lille öðru sinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Félagi hans Wayne Rooney hefur hinsvegar fengið grænt ljós á að spila leikinn. Ole Gunnar Solskjær verður frá í þrjár vikur og Patrice Evra er talinn mjög tæpur eftir að hann gat ekki tekið þátt í lokaæfingu liðsins. Fótbolti 6. mars 2007 15:15
Rijkaard: Það er gott að vera alvitur Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást hinn versti við þegar hann heyrði að Rafa Benitez kollegi sinn hjá Liverpool væri þegar búinn að spá því hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliði Barcelona í leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 6. mars 2007 14:27
Benitez: Barcelona mun sækja stíft Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist vera tilbúinn undir stórsókn Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. Fótbolti 6. mars 2007 14:22
McCarthy tippar á Chelsea Framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn segist eiga von á því að Chelsea vinni sigur í Meistaradeildinni í vor. McCarthy var í liði Porto sem vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho árið 2004. Fótbolti 6. mars 2007 14:17
Rooney verður með Wayne Rooney er búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut á laugardag í leik Manchester United og Liverpool. Rooney haltraði af velli í seinni hálfleik eftir samstuð við Jamie Carragher varnarmann Liverpool. Knattspyrnustjóri Manchesterliðsins, Sir Alex Ferguson segir Rooney tilbúinn í slaginn annað kvöld en þá keppir United við franska liðið Lille. Wayne Rooney hefur ekki verið á skotskónum í meistaradeildinni frá því hann þreytti frumraun sína í keppninni. Hann skoraði þrennu í leik gegn Fenerbache í september 2004. Fótbolti 6. mars 2007 09:00
Spenna í Meistaradeildinni í kvöld Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Fótbolti 6. mars 2007 08:46
Gerrard: Erfiðasti leikur okkar til þessa Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að síðari leikurinn við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld verði erfiðasta verkefni liðsins til þessa í keppninni. Hann segir að leikurinn verði erfiðari en úrslitaleikurinn gegn Milan í Istanbul fyrir tveimur árum. Fótbolti 5. mars 2007 18:30