Dropinn dýr í Moskvu 21. maí 2008 16:31 Nú styttist óðum í að flautað verði til leiks í úrslitaleik Meistaradeildarinnar NordcPhotos/GettyImages Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Þó var reiknað með að um 25,000 Bretar myndu fylgja liðunum til Rússlands, en talsmaður ferðaþjónustu í Moskvu segir að verðlag hafi dregið nokkuð úr ásókn Englendinga. 110 leiguflugvélar fluttu stuðningsmenn til Moskvu, en aðeins var gert ráð fyrir um 21,000 miðum á hvort lið. "Þetta varð ekki alveg sama innrásin og menn héldu. Margir hikuðu þegar þeir sáu verðlagið á gistingu og aðgangsmiðum," sagði talsmaðurinn. Miðar á leikinn fóru hæst í um 230,000 krónur á svörtum markaði, en sagt er að hægt sé að fá miða á fjórðung þeirrar summu í dag eða jafnvel enn lægra verði. Svartsýnustu menn óttast að hluti þeirra 69,500 sæta sem í boði eru á Luzhniki vellinum verði jafnvel auð þegar flautað verður til leiks í kvöld. Sagt er að hundruðir miða frá bæði Chelsea og United hafi verið óseldir og heimildir breskra blaða herma að nokkrir stuðningsmenn hafi verið að reyna að selja miða vina sinna sem ekki treystu sér til að fara til dýrustu borgar í heimi. Mörgum þeirra hefur kannski blöskrað mest verðið á ölinu í Moskvu, en eins og Hörður Magnússon vitnaði um í viðtali í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag - kostar ölkrúsin í Moskvu um 2000 íslenskar krónur. Reyndar er þjóðardrykkurinn Vodka nokkuð ódýrari, en lítrinn af þeim ágæta drykk ku fást fyrir innan við 600 krónur. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:45 og mun Hörður Magnússon lýsa leiknum beint frá Moskvu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkustund fyrr á stöðinni, en auk þess verður fylgst vel með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Þó var reiknað með að um 25,000 Bretar myndu fylgja liðunum til Rússlands, en talsmaður ferðaþjónustu í Moskvu segir að verðlag hafi dregið nokkuð úr ásókn Englendinga. 110 leiguflugvélar fluttu stuðningsmenn til Moskvu, en aðeins var gert ráð fyrir um 21,000 miðum á hvort lið. "Þetta varð ekki alveg sama innrásin og menn héldu. Margir hikuðu þegar þeir sáu verðlagið á gistingu og aðgangsmiðum," sagði talsmaðurinn. Miðar á leikinn fóru hæst í um 230,000 krónur á svörtum markaði, en sagt er að hægt sé að fá miða á fjórðung þeirrar summu í dag eða jafnvel enn lægra verði. Svartsýnustu menn óttast að hluti þeirra 69,500 sæta sem í boði eru á Luzhniki vellinum verði jafnvel auð þegar flautað verður til leiks í kvöld. Sagt er að hundruðir miða frá bæði Chelsea og United hafi verið óseldir og heimildir breskra blaða herma að nokkrir stuðningsmenn hafi verið að reyna að selja miða vina sinna sem ekki treystu sér til að fara til dýrustu borgar í heimi. Mörgum þeirra hefur kannski blöskrað mest verðið á ölinu í Moskvu, en eins og Hörður Magnússon vitnaði um í viðtali í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag - kostar ölkrúsin í Moskvu um 2000 íslenskar krónur. Reyndar er þjóðardrykkurinn Vodka nokkuð ódýrari, en lítrinn af þeim ágæta drykk ku fást fyrir innan við 600 krónur. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:45 og mun Hörður Magnússon lýsa leiknum beint frá Moskvu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkustund fyrr á stöðinni, en auk þess verður fylgst vel með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira