Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Rooney ekki refsað

    Wayne Rooney verður ekki refsað vegna atviks sem átti sér stað í leik Manchester United og Álaborgar í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vona að Rooney fái ekki bann

    Miðjumaðurinn Kasper Risgard hjá Álaborg í Danmörku segist vonast til þess að Wayne Rooney fái ekki leikbann fyrir að traðka á sér í viðureign Manchester United og danska liðsins í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Marseille sektað af UEFA

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Marseille um rúma eina og hálfa milljón króna eftir að áhorfendur á leik liðsins gegn Liverpool köstuðu kveikjara í Steven Gerrard.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Danirnir kvarta yfir Rooney

    Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger stendur við sitt val

    Arsene Wenger segist ekki sjá eftir neinu þó svo að Arsenal hafi í kvöld tapaði fyrir Porto í Meistaradeild Evrópu og þar með misst toppsæti sitt í riðlinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Baráttan um þriðja sætið

    Nú þegar er ljóst hvaða sextán lið komast áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu en enn á eftir að útkljá hvaða átta lið það verða sem vinna sér þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Öll ensku og spænsku liðin áfram

    Öll átta liðin frá Englandi og Spáni sem tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Er þetta í fyrsta skipti sem það gerist.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekkert sæti laust í kvöld

    Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld. Spennan er þó í lágmarki þar sem þegar er ljóst hvaða lið eru komin áfram í sextán liða úrslitin. Aðeins er óljóst um sigurvegara í einhverjum riðlum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carragher: Gott kvöld fyrir Liverpool

    Liverpool tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri á PSV Eindhoven í kvöld. Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segir að kvöldið hafi verið frábært fyrir félagið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea áfram - Liverpool tók efsta sætið

    Í kvöld lauk keppni í fjórum riðlum í Meistaradeild Evrópu. Didier Drogba kom inn sem varamaður og tryggði Chelsea 2-1 sigur á rúmenska liðinu Cluj í A-riðli. Enska liðið var þó ekki sannfærandi í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea yfir gegn Cluj í hálfleik

    Chelsea er á leið áfram í Meistaradeild Evrópu eins og staðan er í hálfleik í leikjum kvöldsins. Chelsea er að vinna Cluj 1-0 með marki frá Salomon Kalou þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Marseille kært

    Knattspyrnusamband Evrópu hefur kært franska félagið Marseille eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu kveikjara í Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í viðureign liðanna í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atvik á Anfield til rannsóknar

    Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að taka til rannsóknar atvik sem átti sér stað í leik Liverpool og Marseille í gærkvöld þar sem Steven Gerrard virtist verða fyrir aðskotahlut sem kom fljúgandi inn á völlinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Inter áfram þrátt fyrir tap

    Inter Milan tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu jafnvel þótt að liðið hafi tapað fyrir Panathinaikos á heimavelli, 1-0.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool áfram - Inter tapaði

    Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri á Marseille í kvöld. Inter tapaði hins vegar á heimavelli fyrir Panathinaikos, 1-0.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney baðst afsökunar á leikaraskap

    Sir Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi beðið sig og leikmenn Villarreal afsökunar á því að hafa látið sig falla í leik Manchester United við spænska liðið í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Áttum meira skilið

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var sáttur við frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Villareal í kvöld. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslitin eftir þessi úrslit.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust á Emirates í hálfleik

    Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Leikur Arsenal og Dynamo Kiev er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en þar er markalaust.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo í byrjunarliðinu

    Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Manchester United sem mætir Villareal í Meistaradeildinni í kvöld. Ronaldo fór meiddur af velli gegn Aston Villa á laugardaginn og var talið líklegt að hann yrði hvíldur í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gallas byrjar hjá Arsenal

    William Gallas er í byrjunarliði Arsenal sem mætir Dynamo Kiev í Meistaradeildinni klukkan 19:45. Cesc Fabregas mun þó leiða liðið út á völlinn sem fyrirliði en hann er næst yngsti fyrirliði í sögu Arsenal.

    Fótbolti