UEFA skammar Chelsea David Taylor, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Evrópu, segir framkomu leikmanna Chelsea eftir leikinn gegn Barcelona í fyrrakvöld þeim til skammar. Fótbolti 8. maí 2009 10:04
Drobga biðst afsökunar á hegðun sinni Chelsea-maðurinn Didier Drogba hefur sent frá sér formlega afsökunarbeiðni vegna hegðun sinnar eftir seinni undanúrslitaleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 7. maí 2009 18:51
Samsæriskenningarnar eru kjaftæði "Þetta er kjaftæði og þú mátt hafa það eftir mér," sagði framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu í samtali við breska blaðið Guardian þegar hann var spurður út í samsæriskenningar sem vaknað hafa eftir leik Chelsea og Barcelona í gær. Fótbolti 7. maí 2009 18:15
Mótmæli Ballack að hætti Benny Hill (myndband) Michael Ballack hjá Chelsea sýndi gríðarlega leikræna tilburði til að mótmæla ákvörðunum dómarans í gærkvöld þegar lið hans féll úr leik fyrir Barcelona í meistaradeildinni. Fótbolti 7. maí 2009 17:04
Guardiola: Terry er heiðursmaður Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hrósaði John Terry fyrirliða Chelsea eftir leik liðanna í meistaradeildinni í gær. Fótbolti 7. maí 2009 16:15
Bosingwa dregur ummæli sín til baka Bakvörðurinn Jose Bosingwa hjá Chelsea sér eftir því að hafa kallað norska dómarann Tom Henning Ovebro þjóf eftir tap liðsins gegn Barcelona í meistaradeidlinni í gær. Fótbolti 7. maí 2009 15:45
Drogba hélt áfram að hella sér yfir dómarann Didier Drogba, leikmaður Chelsea, á ekki von á góðu frá aganefnd Uefa eftir framkomu sína eftir leik liðsins gegn Barcelona í meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 7. maí 2009 13:48
United áfrýjar rauða spjaldinu Manchester United hefur nú formlega áfrýjað rauða spjaldinu sem Darren Fletcher fékk að líta í meistaradeildarleiknum gegn Arsenal í vikunni. Fótbolti 7. maí 2009 13:31
Eiður vildi ekki fagna Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við enska fjölmiðla í gærkvöldi að hann vildi ekki fagna með félögum sínum í Barcelona eftir leikinn við Chelsea. Fótbolti 7. maí 2009 11:23
Hótanir á Facebook: Drepum Tom Hening Øvrebø Norska dómaranum Tom Henning Øvrebø hefur borist fjölmargar hótanir á internetinu nú í morgun, ekki síst á vefsamfélaginu Facebook. Fótbolti 7. maí 2009 10:32
Graham Poll: Framkoma leikmanna hneisa Graham Poll, fyrrum knattspyrnudómari, segir framkomu leikmanna Chelsea eftir leikinn gegn Barcelona hneykslanlega. Fótbolti 7. maí 2009 10:24
Øvrebø þurfti að skipta um hótel og fékk lögreglufylgd úr landi Norski dómarinn Tom Henning Øvrebø er ekki vinsælasti maðurinn í Lundúnum í dag. Eftir leik Chelsea og Barcelona í gær þurfti hann að skipta um hótel og lögreglan þurfti að fylgja honum úr landi í morgun. Fótbolti 7. maí 2009 10:15
Terry veitir Drogba stuðning John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Fótbolti 7. maí 2009 09:53
Vonarglæta fyrir Fletcher David Taylor, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Evrópu, hefur gefið í skyn að svo gæti vel farið að rauða spjaldið sem Darren Fletcher fékk í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verði dregið til baka. Fótbolti 7. maí 2009 09:45
Bakvarðalausir Börsungar í Róm Sigur Barcelona á Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld var ekki án afleiðinga. Liðið missti nefnilega tvo menn í bann fyrir úrslitaleikinn. Fótbolti 6. maí 2009 23:30
Drogba: Dómarinn til skammar Didier Drogba mun vafalítið enda inn á borði aganefndar UEFA eftir hegðun sína í lok leiks Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni. Fótbolti 6. maí 2009 23:15
Eiður Smári tók ekki þátt í fagnaðarlátunum Eiður Smári Guðjohnsen sýndi sínu gamla félagi og vinum í Chelsea-liðinu virðingu með því að fagna ekki eftir að Barcelona hafði stolið sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar af Chelsea. Fótbolti 6. maí 2009 22:37
Guardiola: Gefumst aldrei upp Það var ævintýralegt að fylgjast með Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þegar Iniesta jafnaði leikinn í kvöld. Hann hljóp eftir allri hliðarlínunni til að taka þátt í fögnuðinum. Rétt eins og Jose Mourinho gerði með Porto á Old Trafford á sínum tíma. Fótbolti 6. maí 2009 22:19
Hiddink: Áttum að fá fjögur víti Guus Hiddink, stjóri Chelsea, var afar svekktur að vonum eftir leik í kvöld en hann var einnig til í að líta í eigin barm. Fótbolti 6. maí 2009 21:21
Pique: Virði ákvörðun dómarans Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, bíður eflaust spenntur eftir úrslitaleiknum í Meistaradeildinni en hann var einmitt á mála hjá Man. Utd áður en hann fór til Barcelona. Fótbolti 6. maí 2009 21:09
Barcelona í úrslit eftir dramatískan leik Það verða Barcelona og Man. Utd sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 27. maí næstkomandi. Leikið verður í Róm. Fótbolti 6. maí 2009 18:25
Barcelona hefur gengið illa með ensku liðin Leikur Chelsea og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar hefst klukkan 18:45 á Stamford Bridge og sigurvegarinn mun mæta Manchester United í úrslitum. Fótbolti 6. maí 2009 17:40
Ferguson hafði lítinn tíma fyrir Beckham David Beckham gerði sér ferð á Emirates völlinn í London í gær til að horfa á fyrrum félaga sína í Manchester United spila við Arsenal í meistaradeildinni. Fótbolti 6. maí 2009 15:30
Stuðningsmaður Arsenal hengdi sig 29 ára gamall stuðningsmaður Arsenal í Kenýa í Afríku tók tapið gegn Manchester United í gær svo nærri sér að hann hengdi sig. Fótbolti 6. maí 2009 14:15
Graham Poll: Þetta var hárréttur dómur Fyrrum dómarinn Graham Poll hefur komið ítölskum kollega sínum Roberto Rosetti til varnar eftir meistaradeildarleikinn í gær og segir hann hafa tekið hárrétta ákvörðun þegar hann dæmdi víti á Manchester United og sendi Darren Fletcher af velli. Fótbolti 6. maí 2009 13:27
Fimmti úrslitaleikur Ferguson Alex Ferguson mun stýra liði í úrslitaleik í Evrópukeppni í knattspyrnu nú í lok mánaðarins er United mætir annað hvort Chelsea eða Barcelona í Róm. Fótbolti 6. maí 2009 13:15
Fletcher sá fyrsti síðan 2003 Darren Fletcher verður fyrsti leikmaðurinn sem tekur út leikbann í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðan að Pavel Nedved gerði það árið 2003. Fótbolti 6. maí 2009 12:45
Rauða spjaldið stendur Knattspyrnusamband Evrópu segir að ekkert sé hægt að gera til að draga rauða spjaldið sem Darren Fletcher fékk í leik Manchester United og Arsenal til baka. Fótbolti 6. maí 2009 10:36
Ferguson: Kannski sér dómarinn að sér Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast innilega til þess að Roberto Rosetti dómari viðurkenni að það hafi verið mistök að reka Darren Fletcher af velli í leik Manchester United og Arsenal í gær. Enski boltinn 6. maí 2009 09:17
Wenger: Ronaldo var okkur erfiður Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum súr og svekktur eftir stórt tap Arsenal á heimavelli gegn Man. Utd. Fótbolti 5. maí 2009 22:26