Inter fyrst í undanúrslit - Sneijder skoraði Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:40 Wesley Sneijder fagnar marki sínu. Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira
Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira