Fótbolti

City fer með góða for­ystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle

Aron Guðmundsson skrifar
Antoine Semenyo gekk í raðir Manchester City á dögunum frá Bournemouth. Hann er búinn að skora í báðum leikjum sínum fyrir City til þessa.
Antoine Semenyo gekk í raðir Manchester City á dögunum frá Bournemouth. Hann er búinn að skora í báðum leikjum sínum fyrir City til þessa. Vísir/Getty

Antoine Semenyo var aftur á skotskónum fyrir Manchester City þegar að liðið bar 2-0 sigur úr býtum á útivelli gegn Newcastle United í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum.

Semenyo gekk í raðir Manchester City á dögunum og er strax farinn að láta til sín taka. Hann skoraði í fyrsta leik sínum fyrir City á dögunum og var aftur á skotskónum í kvöld.

Ganverjinn skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld á 53.mínútu og stóðu leikar 1-0 allt þar til í uppbótartíma þegar að Rayan Cherki tvöfaldaði forystu Manchester City og þar við sat.

Manchester City fer því með tveggja marka forystu inn í seinni undanúrslitaleik liðanna sem fram fer á Etihad leikvanginum í Manchesterborg þann 4.febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×