
Sneijder: Draumur að rætast
Hollendingurinn Wesley Sneijder var ekki áberandi í liði Inter í kvöld enda spilaði liðið eingöngu varnarleik. Hann var afar kátur eftir leikinn og bíður spenntur eftir að komast á Santiago Bernabeau þar sem úrslitaleikurinn fer fram en þar lék hann með Real Madrid áður en hann fór til Inter.