Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Þessi voru oftast strikuð út í Reykja­vík

Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hafa ekki enn lent í vand­ræðum í við­ræðum

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert skapa­lón til fyrir myndun nýrrar ríkis­stjórnar

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið. 

Innlent
Fréttamynd

„Menn ætla sér alla leið með þetta“

Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 

Innlent
Fréttamynd

Hags­muna­mál fyrir­tækjanna í stjórnar­sátt­mála

Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjarstjóraskipti á á­ætlun í Hafnar­firði

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, lætur af störfum sem bæjarstjóri um áramótin eins og til stóð. Samkvæmt málefnasamningi við Framsóknarflokksins verður Valdimar Víðisson oddviti flokksins og forseti bæjarráðs bæjarstjóri síðasta eina og hálfa ár kjörtímabilsins.

Innlent
Fréttamynd

Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir valkostina eftir kosningarnar aðeins tvo; annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna séu skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara bjart­sýnn“

Þingmaður Viðreisnar segir mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni samhent að verkefnum framundan. Komandi stjórnarmyndunarviðræður verði áskorun og flokkurinn muni ekki fara gegn eigin DNA. Verðandi þingmaður Flokks fólksins segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ólíkt og er bjartsýnn á að það náist ásættanleg lausn.

Innlent
Fréttamynd

Verði að virða það sem þjóðin vilji

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. 

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hvorki geta hafnað né sam­þykkt ósk um endur­talningu

Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna.

Innlent
Fréttamynd

„Fullt af aug­ljósum á­rekstrum þarna“

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöddu með stæl

Vinstri grænir, Sósíalistar og Píratar héldu almennileg kosningapartý og skemmtu sér með stæl ásamt stuðningsmönnum og vinum þrátt fyrir að tölurnar hafi ekki verið þeim í hag í þetta sinn. Ljósmyndari Vísis lét sig ekki vanta í teitin og greip góð augnablik. 

Lífið
Fréttamynd

Dagur strikaður niður um sæti

Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín.

Innlent
Fréttamynd

Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, skein skært í kosningapartýi flokksins í Kolaportinu um helgina umkringd flokksfélögum, bestu vinum og sínum heittelskaða Árna Steini. Ragna klæddist glansandi svörtum kjól og skartaði að sjálfsögðu rauðum varalit við.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Alma Möller og Inga Sæ­land í mesta stuðinu

Reykjavíkurborg iðaði af tilhlökkun, kvíða, eftirvæntingu, gleði og öllum tilfinningaskalanum á kosningavökunni síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarar Vísis kíktu í nokkur kosningapartý og náðu ósvikinni stemningu á filmu.

Lífið