Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 09:09 Frá kappræðum Stöðvar 2 fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Fjórðungur svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar sagðist hafa séð upplýsingafals í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Vísir Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir. Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir.
Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira