Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. september 2025 12:15 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/ívar Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati. Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira