Svona var 153. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 14. janúar 2021 10:02
Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. Erlent 14. janúar 2021 09:55
Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. Innlent 14. janúar 2021 08:32
Er ég kem heim í Búðardal Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Skoðun 14. janúar 2021 07:00
Greindist smitaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) greindist í kvöld smitaður af Covid-19. Innlagnir á deildina hafa því verið stöðvaðar og fara um þrjátíu sjúklingar og þrjátíu starfsmenn í skimun í fyrramálið. Innlent 13. janúar 2021 23:38
Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. Erlent 13. janúar 2021 23:20
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. Innlent 13. janúar 2021 20:01
Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. Innlent 13. janúar 2021 19:21
Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. Innlent 13. janúar 2021 19:21
Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám. Viðskipti innlent 13. janúar 2021 18:28
Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. Innlent 13. janúar 2021 17:20
Hafa skipt stóra salnum í Laugum upp í sex svæði og nota sóttvarnarbyssu Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class mætti í Brennsluna í morgun á FM957 og ræddi þar opnun líkamsræktarstöðva. Lífið 13. janúar 2021 15:31
Sagosen segir að aðstæður á HM séu eins og í villta vestrinu og óttast að smitast Norðmenn eru afar ósáttir við smitvarnir og aðbúnaðinn á HM í handbolta karla í Egyptalandi sem hefst í kvöld. Skærasta stjarna norska liðsins, Sander Sagosen, segir aðstæður á mótinu vera grín og óttast að smitast af kórónuveirunni. Handbolti 13. janúar 2021 14:36
Pissuðu í vaskinn heima hjá Þórólfi og Pitt á að leika sóttvarnarlækni Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og tók þátt í reglulegum dagskrárlið í þættinum, Yfirheyrslan. Lífið 13. janúar 2021 14:30
„Þetta er ekki hugsað til að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda“ Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að tilslakanir á sóttvarnareglum séu alls ekki hugsaðar til þess að fólk geti haldið veislur og partí. Innlent 13. janúar 2021 13:42
Fullt í alla tíma og ætla að nýta sólarhringinn enn betur Líkamsræktarstöðvar hafa opnað dyr sínar á nýjan leik en ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi í dag. Aðeins má hafa opið fyrir hóptíma með þjálfara sem hefur yfirsýn og tryggir að sóttvarnarreglum sé fylgt. Tuttugu manna hámark er í hvern tíma. Innlent 13. janúar 2021 13:13
Enginn greindist og sóttkví aflétt af hjartadeild Landspítalans Niðurstöður úr Covid-19 skimun allra sjúklinga og meirihluta starfsfólks hjartadeildar Landspítala liggja núna fyrir og eru allar neikvæðar. Innlent 13. janúar 2021 13:06
Forsetinn lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 Armen Sargsyan, forseti Armeníu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í London í Englandi, eftir að hafa greinst með smit í síðustu viku. Erlent 13. janúar 2021 12:27
Bein útsending: Vísindarannsóknir á tímum heimsfaraldurs Vísindasiðanefnd boðar til opins málþings um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19. Innlent 13. janúar 2021 12:15
Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. Innlent 13. janúar 2021 11:50
Neikvæðar niðurstöður komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær. Innlent 13. janúar 2021 11:42
Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. Innlent 13. janúar 2021 10:59
Öll sýni af starfsfólki hafa enn sem komið er reynst neikvæð Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Innlent 13. janúar 2021 08:19
99 dagar og veiran var vandamálið Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf þegar keppni í íþróttum hefst að nýju eftir lengsta bann við keppni í sögu þjóðarinnar. Sport 13. janúar 2021 08:00
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. Erlent 13. janúar 2021 07:18
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. Innlent 13. janúar 2021 06:19
Öll sýni annarra sjúklinga reyndust neikvæð Enginn annar sjúklingur sem liggur inni á hjartadeild 14 EG í Landspítalanum við Hringbraut er smitaður af Covid-19. Öll sýni sem tekin voru í dag reyndust neikvæð en skimun á starfsfólki deildarinnar stendur enn yfir. Innlent 12. janúar 2021 22:44
Sektuð fyrir að taka ólaðan manninn í göngutúr Par í Kanada hefur verið sektað fyrir að brjóta gegn útgöngubanni vegna Covid-19 eftir að lögregla stöðvaði þau þar sem konan leiddi manninn í ól. Konan sagðist bara vera „úti að ganga með hundinn“, sem er heimilt samkvæmt reglunum. Erlent 12. janúar 2021 21:52
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. Handbolti 12. janúar 2021 21:30
Biskupsemættið skoðar útfærslur á fermingum í samvinnu við sóttvarnalækni Biskupsembættið vinnur nú að því með sóttvarnalækni að útfæra leiðir til að standa að fermingum í vor. Þetta kemur fram í bréfi sem sitjandi biskup, Solveig Lára Guðmundsdóttir, sendi prestum og öðrum starfsmönnum kirkjunnar í dag. Innlent 12. janúar 2021 19:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent