Ábyrg uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. janúar 2021 07:31 Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun