Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 23:34 Íbúar Wuhan á ferð og flugi. Nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum í borginni. AP/Ng Han Guan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38