Fá reglulega ábendingar um að grímulausum farþegum sé hleypt um borð Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 16:08 Grímuskylda hefur verið tekin upp í Strætó. Jón Magnús segir skynsamlegt að fólk noti grímur í aðstæðum þar sem ekki er víst að hægt sé að tryggja fjarlægðarmörk. Vísir/Vilhelm Strætó hefur alls borist 151 ábending um ófullnægjandi grímunotkun vagnstjóra og farþega frá 5. október síðastliðnum. Snýr meirihluti ábendinganna að vagnstjórum eða 96 talsins og hefur fjöldi þeirra rétt rúmlega tvöföldast frá því í byrjun nóvember. Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16
Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02
Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?