Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga

Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“.

Körfubolti
Fréttamynd

Dagbjört Dögg: Þetta var harka frá upphafi leiks

Deildarmeistarar Vals unnu annan leikinn í seríunni á móti Fjölni í kvöld. Leikurinn var jafn framan af leik en góður endasprettur Vals varð til þess að þær unnu 76 - 83. Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals gerði 8 stig í leiknum og var kát með sigurinn. 

Sport
Fréttamynd

Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum

Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Þórsaraslagur í Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Var hálfgert fát á mönnum til að byrja með

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum sáttur eftir sigur í fyrsta leik í viðureigninni við Tindastól. Skotin voru ekki að detta hjá hans mönnum en Hjalti var sáttur við viðbrögðin. Lokatölur 79-71 Keflavík í vil.

Körfubolti