Tólf sagt upp á Siglufirði Öllum tólf starfsmönnum SR-Vélarverkstæðis á Siglufirði var sagt upp störfum í gær. Viðskipti innlent 29. ágúst 2025 14:59
Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Viðskipti innlent 28. ágúst 2025 11:31
Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svigrúm til að lækka eiginfjárhlutfallið Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu. Innherjamolar 28. ágúst 2025 11:31
Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. Innlent 27. ágúst 2025 19:00
Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. ágúst 2025 16:06
Fjármagn streymdi í blandaða fjárfestingasjóði í síðasta mánuði Á meðan áhugaleysi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í hlutabréfasjóði hélt áfram um mitt sumarið þá varð snarpur viðsnúningur í innflæði í blandaða sjóði. Innherjamolar 27. ágúst 2025 16:06
Festi á siglingu en lækkun á gengi krónunnar „gæti hægt á ferðinni“ Gott uppgjör hjá Festi á öðrum fjórðungi, þar sem félagið naut meðal annars góðs af sterku gengi krónunnar og lægra olíuverði, hefur leitt til þess að virðismat á smásölurisanum hefur verið hækkað nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu. Innherjamolar 27. ágúst 2025 15:28
Afkoman undir væntingum en stjórnendur „nokkuð ánægðir“ vegna mikillar óvissu Tekjur og rekstrarhagnaður Eimskips voru nokkuð undir væntingum á öðrum fjórðungi en stjórnendur félagsins segjast samt vera ánægðir með afkomuna með hliðsjón af óvissu og sviptingum á alþjóðamörkuðum. Innherjamolar 27. ágúst 2025 14:55
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. Innlent 26. ágúst 2025 19:03
Fækkað í framkvæmdastjórn Eikar með uppstokkun á skipuriti félagsins Eik hefur tekið upp nýtt skipurit samhliða umtalsverðri uppstokkun á stjórnendateymi fasteignafélagsins, meðal annars með fækkun í framkvæmdastjórn, en þær eru gerðar liðlega fjórum mánuðum eftir að Hreiðar Már Hermannsson tók við sem forstjóri félagsins í vor. Innherjamolar 26. ágúst 2025 17:07
Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið hraðbanka Íslandsbanka sem stolið var úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum. Ásamt hraðbankanum hefur lögreglan endurheimt 22 milljónir króna. Innlent 26. ágúst 2025 14:39
Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust. Viðskipti innlent 26. ágúst 2025 14:19
Greinendur búast ekki við að verðbólgan hjaðni á nýjan leik fyrr en í lok ársins Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili. Innherjamolar 26. ágúst 2025 11:48
Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Fyrsta stiklan fyrir aðra seríu grínþáttanna Bannað að hlæja er komin á Vísi. Í þáttunum býður Auðunn Blöndal 25 fyndnum einstaklingum í fimm ólík matarboð og kemst einn áfram í hverjum þætti í lokamatarboð. Eina reglan er: það er bannað að hlæja. Lífið 26. ágúst 2025 11:15
Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykktur í dag. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 66 milljónir krónur. Viðskipti innlent 25. ágúst 2025 21:57
Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Flugfélagið Fly Play hf. hefur lokið við útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára en umframeftirspurn var eftir bréfunum. Fjórar vélar verða starfræktar frá Íslandi í vetur, undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Viðskipti innlent 25. ágúst 2025 17:31
Viðsnúningur í óverðtryggðum íbúðalánum eftir innkomu Kviku á markaðinn Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun. Innherjamolar 25. ágúst 2025 17:26
Metaðsókn og söfnunarmet slegið Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti. Innlent 24. ágúst 2025 23:28
Gengi JBTM nálgast hæstu hæðir og greinendur hækka verðmat sitt á félaginu Hlutabréfaverð JBT Marel hefur sjaldan verið hærra eftir miklar hækkanir að undanförnu í kjölfar góðrar niðurstöðu á öðrum fjórðungi og aukinnar bjartsýni fjárfesta um vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinendur hafa nýlega uppfært verðmat sitt á félaginu og ráðlagt fjárfestum að bæta við sig bréfum. Innherjamolar 24. ágúst 2025 12:49
Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Þáttastjórnendum útvarpsstöðvarinnar X977 hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri Sýnar segir að um sé að ræða dagskrárbreytingar. Innlent 22. ágúst 2025 14:23
Vægi heimila meðal eigenda hlutabréfasjóða ekki minna frá því fyrir faraldur Hlutfallslegt vægi heimila meðal fjárfesta sem eiga hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum hefur farið stöðugt lækkandi á undanförnum árum og hefur núna ekki verið minna frá því fyrir heimsfaraldur. Innherjamolar 22. ágúst 2025 14:21
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. Innlent 22. ágúst 2025 13:23
Skattakóngurinn flytur úr landi Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. Viðskipti innlent 22. ágúst 2025 06:31
Tinna ráðin yfir til Alvotech Tinna Molphy, sem stýrði fjárfestatengslum hjá Marel um árabil, hefur verið ráðin yfir til líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech. Innherjamolar 21. ágúst 2025 18:00
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Viðskipti innlent 21. ágúst 2025 14:52
Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Viðskipti innlent 20. ágúst 2025 18:05
Erum nánast háð því að lífeyrissjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi. Innherji 19. ágúst 2025 16:23
Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. Lífið 19. ágúst 2025 15:21
Vanguard og Vanguard áhrifin Vonandi fara Vanguard áhrifin að hafa einhver áhrif hér á landi en það gerist ekki á meðan reglur eru hamlandi fyrir almenna fjárfesta hérlendis að fjárfesta í sjóðum eins og Vanguard. Slíkar hamlanir eru hagfelldar fyrir íslensku fjármálafyrirtækin en ekki almenna fjárfesta. Umræðan 19. ágúst 2025 13:32
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. Viðskipti innlent 19. ágúst 2025 12:01