Reynslubolti frá Warner Bros og Viaplay til Sýnar Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar að því er fram kemur í tilkynningu frá Sýn. Viðskipti innlent 9. júní 2023 10:01
Verðlagning íslenskra banka leitar í sama horf og norrænna Snörp gengislækkun á undanförnum mánuðum veldur því að markaðsvirði íslenskra banka er nú orðið sambærilegt og bókfært virði eiginfjár. Lækkunin helst í hendur við meðaltalsþróun hjá fimm stærstu bönkum á hinum Norðurlöndunum, að sögn sjóðstjóra, en það má rekja til þess að horfur séu á minni arðsemi, hægari vöxt í vaxtartekjum, meiri kostnaði og aukinnar áhættu í rekstri. Innherji 9. júní 2023 08:29
Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“ Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda. Innherji 8. júní 2023 16:19
Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en óvíst með afstöðu Brimgarða Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess. Innherji 8. júní 2023 13:28
Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. Atvinnulíf 8. júní 2023 13:00
Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. Viðskipti innlent 8. júní 2023 12:52
Arion banki hækkar vextina Arion banki hækkar vexti sína á inn- og útlánum í dag í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 8. júní 2023 09:57
Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. Viðskipti innlent 8. júní 2023 06:42
Breyta merkinu án ótta við hæðni netverja Nýtt útlit lágvöruverslunarinnar Krónunnar var frumsýnt í dag. Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Krónunnar segir mikla spennu ríkja fyrir breytingunum og segist ekki hræðast gagnrýni netverja á nýja merkinu. Viðskipti innlent 7. júní 2023 14:49
Stærsti mánuður Play frá upphafi Farþegar Play voru 128.894 í maí síðastliðnum. Um er að ræða 26 prósent fjölgun milli mánaða og metfjölda hjá flugfélaginu unga. Viðskipti innlent 7. júní 2023 09:46
Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Lífið 7. júní 2023 08:59
Gámasiglingar Eimskips eru „langtum arðsamari“ og vaxið á kostnað miðlunar Stærri hluti af starfsemi Eimskips hverfist nú um gámasiglingar en fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Gámasiglingarnar eru „langtum arðsamari“ heldur en flutningsmiðlunin, að sögn hlutabréfagreinanda. Innherji 7. júní 2023 08:09
Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. Viðskipti innlent 6. júní 2023 17:47
Munu fljúga daglega til Amsterdam næsta vetur Flugfélagið Play hyggst fljúga daglega til Schiphol-flugvallar í Amsterdam næsta vetur. Félagið fór í sitt fyrsta áætlunarflug til hollensku höfuðborgarinnar í gær. Viðskipti innlent 6. júní 2023 10:45
Hagnaður Hvals minnkaði verulega í fyrra og var um 900 milljónir Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni og á meðal annars stórar hlutabréfastöður í Arion banka og Alvotech, dróst saman um nærri 75 prósent á síðasta fjárhagsári hlutafélagsins samtímis erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum og nam rúmlega 890 milljónum króna. Félagið hóf hvalveiðar á ný um mitt árið í fyrra og átti frystar hvalaafurðir sem voru metnar á um 2,6 milljarða undir lok ársins. Innherji 6. júní 2023 09:04
Verðmat VÍS hækkar í ljósi hærra vaxtastigs og stærra eignasafns Jakobsson Capital verðmetur tryggingafélagið VÍS níu prósentum hærra en sem nemur markaðsgengi um þessar mundir. Samsett hlutfall félagsins var hátt á fyrsta ársfjórðungi eða 110,4 prósent. Það þýðir að iðgjöld stóðu ekki undir tjónum og rekstrarkostnaði. Tvö stór tjón leiddu til þess að hlutfallið var fjórum prósentum stigum hærra en ella og kostnaður við forstjóraskipti og samrunaviðræður við Fossa jafngildir tveimur prósentustigum í samsettu hlutfalli, segir hlutabréfagreiningu. Innherji 5. júní 2023 14:03
Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. Innherji 5. júní 2023 10:52
Icelandair hefur samstarf við Turkish Airlines Icelandair og Turkish Airlines undirrituðu í morgun samstarfssamning sem felst í því flugfélögin munu geta boðið viðskiptavinum sínum tengingar á milli leiðakerfa sinna og þannig aukið úrval tengimöguleika. Viðskipti innlent 4. júní 2023 11:32
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. Innlent 3. júní 2023 22:18
Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. Innlent 2. júní 2023 22:52
Ölgerðin verði fyrsti hinseginvæni vinnustaðurinn Samtökin 78 hafa ásamt Ölgerðinni skrifað undir viljayfirlýsingu um að í lok árs fái Ölgerðin vottun sem hinseginvænn vinnustaður, fyrst fyrirtækja á Íslandi. Viðskipti innlent 2. júní 2023 11:29
Stækkun flotans lyftir Play upp úr botnsæti listans yfir framlegð í flugi Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að framvegis muni flugfélagið ekki verma botnsætið á listanum yfir rekstrarframlegð á fyrsta ársfjórðungi. Eftir að hafa stækkað flotann upp í tíu vélar sé stærðarhagkvæmnin farin að skila sér í eðlilegra jafnvægi milli kostnaðar og tekna. Innherji 2. júní 2023 08:58
Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. Innlent 1. júní 2023 23:40
Oculis klárar hlutafjárútboð upp á nærri sex milljarða Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af tveimur íslenskum prófessorum á Íslandi fyrir tuttugu árum, kláraði í gærkvöldi hlutafjárútboð upp á samanlagt 40,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,7 milljarða króna. Hið nýja hlutafé var selt á rúmlega fjögurra prósenta lægra gengi, eða 11,5 dalir á hlut, en nam síðasta dagslokagengi félagsins fyrir útboðið. Innherji 1. júní 2023 08:28
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. Viðskipti innlent 31. maí 2023 23:03
Sjóvá seldi hlutabréf fyrir 2,3 milljarða en bætti við sig í Alvotech Sjóva seldi hlutabréf fyrir um 2,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og bætti við sig stuttum ríkisskuldabréfum. Forstöðumaður fjárfestinga hjá tryggingafélaginu sagði að á undanförnum tveimur árum hafi Sjóvá verið að undirbúa eignasafnið fyrir hærra vaxtastig og meiri verðbólgu. Tryggingafélagið keypti í Alvotech fyrir rúmlega 600 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi. Innherji 31. maí 2023 17:59
Erfiðast að hafa ekki getað sagt bless við fólkið hjá Festi Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðukona markaðssviðs N1, segir erfiðast við nýtilkomin starfslok hjá Festi að hafa ekki getað sagt bless við fólkið sitt. Festi tilkynnti um sjö uppsagnir til Kauphallar í gær. Viðskipti innlent 31. maí 2023 15:33
Breytt neyslumynstur gæti dempað áhrif verðbólgu á ferðamennsku Breytingar á neyslumynstur fólks eftir heimsfaraldurinn gæti mögulega dregið úr þeim neikvæðu áhrifum sem mikil verðbólga mun hafa á eftirspurn í flugiðnaðinum, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Rekstrarafkoma íslensku flugfélaganna á fyrsta ársfjórðungi var sýnu verst í samanburði við nærri sextíu flugfélög á heimsvísu. Innherji 31. maí 2023 11:54
Rúnar Örn og Hafsteinn Esekíel nýir forstöðumenn hjá VÍS Rúnar Örn Ágústsson hefur verið ráðinn forstöðumaður stofnstýringar og verðlagningar hjá VÍS og Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson forstöðumaður einstaklingsviðskipta hjá VÍS. Þeir hafa Viðskipti innlent 31. maí 2023 11:06
Eva Ýr ráðin mannauðsstjóri Alvotech Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri mannauðsmála hjá Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 31. maí 2023 10:11