Nýir eigendur Fákasels Félagið Á Ingólfshvoli ehf. hefur keypt jörðina Ingólfshvol í Ölfusi og allar eignir Fákasels sem rak samnefndan hestagarð. Stendur vilji nýrra eigenda til þess að byggja upp blómlega starfsemi á sviði hesta- og ferðamennsku en meðal annars er gert ráð fyrir uppbyggingu gistirýma á jörðinni. Viðskipti innlent 24. janúar 2018 09:30
Hátt vægi innlendra eigna lífeyrissjóðanna býður hættunni heim Ef íslenskir lífeyrissjóðir auka ekki erlendar fjárfestingar sínar munu þeir eiga rétt rúman helming allra eigna hér á landi árið 2060 samkvæmt greiningu Hagfræðistofnunar HÍ. Afleiðingin yrði sú að eignaverð myndi hækka og samkeppni á milli fyrirtækja minnka. Viðskipti innlent 24. janúar 2018 09:00
Verð til ferðamanna komið að þolmörkum Ferðaþjónustufyrirtæki hefðu þurft að hækka verð um 66 prósent í evrum til þess að geta haft sömu framlegð í íslenskum krónum árið 2017 og árið 2012. Miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum hafa haft víðtæk áhrif á rekstur fyrirtækja í atvinnugreininni. Viðskipti innlent 24. janúar 2018 08:30
Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. Viðskipti innlent 24. janúar 2018 08:00
Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. Viðskipti innlent 24. janúar 2018 07:30
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. Viðskipti innlent 24. janúar 2018 06:30
Umhverfismál snerta okkur öll Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup. Skoðun 17. janúar 2018 07:00
Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda þegar það á annað flug með sama félagi heim. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir skilmálana til endurskoðunar. Viðskipti innlent 12. janúar 2018 17:45
Icelandair flýgur til San Francisco Þetta er í þriðja sinn í vikunni sem flugfélagið tilkynnir beint flug til nýrrar borgar í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 11. janúar 2018 18:46
Eigendur Egils Árnasonar og Harðviðarvals skoða sölu Eigendur verslananna Egils Árnasonar og Harðviðarvals skoða nú mögulega sölu á fyrirtækjunum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þeir leitað til verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance til þess að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á fyrirtækjunum. Viðskipti innlent 10. janúar 2018 10:00
Icelandair aldrei flutt jafn marga og á síðasta ári Flutningatölur Icelandair fyrir árið 2017 liggja fyrir og kemur þar fram að félagið hefur aldrei flutt fleiri farþega á einu ári. Voru farþegar alls fjórar milljónir. Viðskipti innlent 9. janúar 2018 10:03
Rannsókn lokið í Icelandair-máli Ólafur segir málið nú fara í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. Innlent 9. janúar 2018 06:00
Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis. Innlent 20. desember 2017 22:12
Fá kynningu á samningi Samningurinn verður kynntur á félagsfundi þar sem jafnframt verður útskýrt hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslu um samninginn. Innlent 20. desember 2017 07:00
Hlutabréfin flugu upp eftir úrlausn deilunnar Gengi hlutabréfa í Icelandair Group rauk upp eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja. Innlent 19. desember 2017 19:45
Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ Innlent 18. desember 2017 23:57
„Hver fundur færir okkur nær niðurstöðu“ Óvíst hve lengi fundur í kjaradeilu flugvirkja Icelandair mun standa yfir. Innlent 18. desember 2017 22:59
„Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“ Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. Innlent 18. desember 2017 22:29
Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Innlent 18. desember 2017 19:32
Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Innlent 18. desember 2017 17:12
Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. Viðskipti innlent 18. desember 2017 10:55
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. Viðskipti innlent 18. desember 2017 05:57
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Innlent 18. desember 2017 04:00
Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. Viðskipti innlent 6. desember 2017 07:30
Sigurður Hreiðar til Íslenskra fjárfesta Sigurður Hreiðar Jónsson, forstöðumaður markaðsviðskipta Íslenskra verðbréfa (ÍV), hefur sagt upp störfum hjá félaginu og mun senn ganga til liðs við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Viðskipti innlent 22. nóvember 2017 08:00
Skotsilfur Markaðarins: Eigendur Víðis hætta við að selja Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eru nú sagðir hættir við að reyna fá fjárfesta til þess að kaupa allt hlutafé félagsins, líkt og áður stóð til. Viðskipti innlent 10. nóvember 2017 11:00
Rannsókn á meintum innherjasvikum vel á veg komin Rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum fyrrverandi yfirmanns hjá Icelandair er nokkuð vel á veg komin, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Viðskipti innlent 9. nóvember 2017 09:00
Hagnaður Fjeldsted & Blöndal dróst saman Hagnaður lögmannsstofunnar Fjeldsted & Blöndal nam 75,7 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 36 prósent frá fyrra ári þegar hagnaðurinn var 119 milljónir. Viðskipti innlent 8. nóvember 2017 12:00
Félag Péturs Árna hagnaðist um 42 milljónir Fjárfestingafélag Péturs Árna Jónssonar, lögfræðings og framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Heildar, hagnaðist um 41,8 milljónir króna í fyrra. Viðskipti innlent 8. nóvember 2017 11:00
Útgáfufélagið Heimur tapaði 32 milljónum í fyrra Útgáfufélagið Heimur tapaði 31,8 milljónum króna í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Var eigið fé útgáfufélagsins neikvætt upp á tæpar 140 milljónir í lok ársins. Viðskipti innlent 8. nóvember 2017 09:30