Opið bréf til hluthafa Baldur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun