Landsréttur staðfestir frávísun milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 18:26 Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og 365 miðla hf. gegn Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Í niðurstöðu dómara Landsréttar segir að annmarkar á málatilbúnaði þeirra hjóna og 365 sé ástæða þess að úrskurður héraðsdóms var staðfestur. Þá var þeim gert að greiða 55 þúsund krónur í málskostnað, til allra þeirra sem þau stefndu. Alls rúma hálfa milljón króna. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Rætur málsins liggja í því að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 var tekið fram að höfða ætti mál gegn Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu og byggðu þá mál sitt á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna þeirra ummæla og málsóknarinnar sem þau töldu tilhæfulausa. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Forsvarsmenn Sýnar sendu Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf í fyrra þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Vísir er í eigu Sýnar. Dómsmál Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Í niðurstöðu dómara Landsréttar segir að annmarkar á málatilbúnaði þeirra hjóna og 365 sé ástæða þess að úrskurður héraðsdóms var staðfestur. Þá var þeim gert að greiða 55 þúsund krónur í málskostnað, til allra þeirra sem þau stefndu. Alls rúma hálfa milljón króna. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Rætur málsins liggja í því að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 var tekið fram að höfða ætti mál gegn Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu og byggðu þá mál sitt á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna þeirra ummæla og málsóknarinnar sem þau töldu tilhæfulausa. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Forsvarsmenn Sýnar sendu Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf í fyrra þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Vísir er í eigu Sýnar.
Dómsmál Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira