
Kaupsamningum fækkar um tólf prósent milli mánaða
Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í júlí 2021 samkvæmt þinglýstum gögnum. Þegar júlí 2021 er borinn saman við júní 2021 fækkar kaupsamningum um 12,2 prósent og velta lækkar um 9,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 16 prósent á milli mánaða og velta lækkaði um 11,8 prósent.