Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. júní 2022 09:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun