Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Árni Sæberg skrifar 20. júní 2022 16:15 Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra kynnti stofnframlög ársins 2022 á opnum fundi í dag. Stöð 2/Bjarni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira