Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2022 13:19 Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalista er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. Aðsend/Getty Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“ Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira
Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“
Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21