Tónlistarframleiðandi sakar Diddy um káf og önnur kynferðisbrot Tónlistarframleiðandi hefur höfðað mál á hendur athafna- og tónlistarmanninum Sean Combs vegna meintra kynferðisbrota. Segir maðurinn Combs meðal annars hafa káfað á sér og neytt sig til að sænga hjá kynlífsstarfsmönnum. Lífið 27. febrúar 2024 07:59
Star Trek-stjarna látin Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun. Bíó og sjónvarp 25. febrúar 2024 20:09
Oppenheimer sigursæl á SAG-verðlaunahátíðinni Kvikmyndin Oppenheimer kom, sá og sigraði á SAG-verðlaununum í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar vann verðlaun fyrir að skipað vel í hlutverkin auk þess sem leikarar myndarinnar, Cillian Murphy og Robert Downey fengu hvor sín verðlaun. Lífið 25. febrúar 2024 10:08
Vopnavörðurinn sögð hafa verið óvandvirk Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed er sögð hafa verið óvandvirk á setti kvikmyndarinnar Rust. Hún sá um að hlaða byssu fyrir leikarann Alec Baldwin við tökur sem svo hleypti af henni með þeim afleiðingum að kvikmyndagerðarkonan Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021. Bæði eru þau ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 23. febrúar 2024 08:14
Ný þáttaröð af True Detective væntanleg Fimmta þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective hefur fengið græna ljósið og mun Issa López leikstýra henni. Hún leikstýrði einnig fjórðu þáttaröðinni sem tekin var upp að mestu leyti á Íslandi. Bíó og sjónvarp 22. febrúar 2024 19:50
Samfélagsmiðlaprakkari boðflenna á Bafta-verðlaunum Samfélagsmiðlaprakkarinn Liswani var boðflenna á sviði við afhendingu verðlauna fyrir bestu kvikmyndina á Bafta-verðlaununum í gærkvöldi. Lífið 19. febrúar 2024 14:26
Giftist sinni heittelskuðu skömmu eftir að hafa staðið á stóra sviðinu Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher giftist unnustu sinni, Jennifer Goicoechea, fáeinum klukkutímum eftir að hann hafði staðið á stóra sviðinu í hálfleik Ofurskálarinnar í Las Vegas á sunnudagskvöld. Lífið 13. febrúar 2024 08:43
Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. Lífið 12. febrúar 2024 09:00
Kántrístjarna tók upp nýtt myndband á Íslandi Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu. Lífið 9. febrúar 2024 08:56
Swift ferðast nú bara með einni einkaþotu Söngkonan Taylor Swift þarf nú að sætta sig við að hafa bara eina einkaþotu til afnota þegar hún ferðast um heiminn. Fjórtánfaldi Grammy-verðlaunahafinn seldi aðra þotu sína um síðustu mánaðamót. Lífið 8. febrúar 2024 14:29
Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Erlent 7. febrúar 2024 14:24
Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Lífið 7. febrúar 2024 13:16
„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. Lífið 7. febrúar 2024 11:03
Kántrísöngvarinn Toby Keith látinn Bandaríski kántrísöngvarinn Toby Keith er látinn, 62 ára að aldri. Lífið 6. febrúar 2024 10:12
Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. Lífið 6. febrúar 2024 09:28
Best klæddu á Grammys: Laufey skein skært í Chanel Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu. Tíska og hönnun 5. febrúar 2024 12:46
Vann þrenn Grammy-verðlaun en leiddur út í járnum Rapparinn Killer Mike var handtekinn á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt eftir að hafa unnið til þrennra verðlauna á hátíðinni. Lífið 5. febrúar 2024 10:57
Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. Tónlist 5. febrúar 2024 10:34
Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. Lífið 5. febrúar 2024 07:48
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Lífið 4. febrúar 2024 22:44
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. Lífið 4. febrúar 2024 12:32
Carl Weathers er látinn Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri. Lífið 2. febrúar 2024 20:10
Óttast að kirkjugarður verði skotmark í deilum rappara Viðbúnaður við kirkjugarð í Texas-ríki Bandaríkjanna hefur verið aukinn vegna deilna rapparanna Nicki Minaj og Megan Thee Stallion. Lífið 1. febrúar 2024 15:32
Adidas ákveður að selja birgðir sínar af Yeezy Íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur ákveðið að selja birgðir sínar af Yeezy-strigaskóm, sem hafa setið á lager frá því að fyrirtækið sleit samstarfi sínu við tónlistar- og athafnamanninn Kanye West. Viðskipti erlent 1. febrúar 2024 07:05
Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. Lífið 31. janúar 2024 23:43
Bað kærustunnar í þrjú þúsund metra hæð Breski leikarinn Ed Westwick bað um hönd kærustu sinnar og leikkonunnar Amy Jackson á hinni hangandi brú, Peak Walk by Tissot, í svissnesku Ölpunum á dögunum. Lífið 30. janúar 2024 10:51
Dauðvona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó. Erlent 29. janúar 2024 23:01
Hætt á Instagram eftir fullyrðingar um lýtaaðgerðir Bandaríska leikkonan Erin Moriarty er hætt á Instagram og gagnrýnir fréttakonuna Megyn Kelly harðlega vegna dylgna hennar um að Moriarty hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Lífið 29. janúar 2024 12:37
Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow. Matur 29. janúar 2024 12:30
Svarar rappi um kynferðisbrot karlsins með disslagi um stóra fætur Nicki Minaj hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur hæðst að stærð og rapphæfni Megan thee Stallion og nú er von á disslaginu „Big Foot“ frá Minaj. Rapp Megan um kynferðisafbrot eiginmanns Minaj virðist hafa reitt þá síðarnefndu til reiði. Lífið 29. janúar 2024 00:24