Nýr Rambo fundinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 08:52 Á eftir Rocky er Rambo frægasta rulla hasarstjörnunnar Sylvester Stallone. Það verður ærið verkefni fyrir Noah Centineo að feta í fótspor hans. EPA Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo. Næsta mynd um Rambo ber heitið John Rambo og á að gerast fyrir atburði fyrstu myndarinnar, First Blood (1982). Sú byggði á samnefndri bók eftir David Morrell frá 1972 og fjallaði um mann sem hafði skaddast í Víetnamstríðinu, lenti upp á kant við lögregluyfirvöld í smábænum Hope og þurfti að berjast fyrir lífi sínu. Fyrsta myndin fjallaði jafnmikið um sálræn áföll Rambo og átök hans við lögregluna. Næstu fjórar myndir eftir það, Rambo: First Blood Part II (1985), Rambo III (1988), Rambo (2008) og Rambo: Last Blood (2019) voru mun hefðbundnari hasarmyndir þar sem Rambo barðist við víetnamska, sovéska, búrmíska og mexíkóska vígamenn. Kvikmyndaserían hefur átt gríðargóðu gengi að fagna gegnum árin og halað inn meira en 800 milljónum dala á heimsvísu. Það var því bara spurning hvenær kvikmyndaframleiðendur myndu finna leið til að endurræsa seríuna. Óvæntur Rambo Centineo er ekki augljós kandídat í verkið en hann hefur leikið kvikmyndum og sjónvarpi frá barnsaldri. Fyrst í ýmsum smáhlutverk en síðan í stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Fosters (2015-18). Hann varð síðan frægur þegar hann lék hjartaknúsara rómantísku gamanmyndinni To All the Boys I’ve Loved Before (2018) og tveimur framhaldsmyndum hennar, sem eru allar þrjár framleiddar af Netflix. Í síðustu hlutverkum sínum hefur hann þó færst fjær hjartaknúsinu og nær hasarnum, annars vegar lék hann ofurhetjuna Atom Smasher í Black Adam (2022) og hins vegar bandarískan hermann í Íraksstríðinu Warfare (2025). Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Rambo hefur sjaldan verið reiðari. 30. maí 2019 18:04 Stefnt að endurgerð Rambo Ný hetja mun koma í stað Sylvester Stallone. 29. október 2016 09:58 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Næsta mynd um Rambo ber heitið John Rambo og á að gerast fyrir atburði fyrstu myndarinnar, First Blood (1982). Sú byggði á samnefndri bók eftir David Morrell frá 1972 og fjallaði um mann sem hafði skaddast í Víetnamstríðinu, lenti upp á kant við lögregluyfirvöld í smábænum Hope og þurfti að berjast fyrir lífi sínu. Fyrsta myndin fjallaði jafnmikið um sálræn áföll Rambo og átök hans við lögregluna. Næstu fjórar myndir eftir það, Rambo: First Blood Part II (1985), Rambo III (1988), Rambo (2008) og Rambo: Last Blood (2019) voru mun hefðbundnari hasarmyndir þar sem Rambo barðist við víetnamska, sovéska, búrmíska og mexíkóska vígamenn. Kvikmyndaserían hefur átt gríðargóðu gengi að fagna gegnum árin og halað inn meira en 800 milljónum dala á heimsvísu. Það var því bara spurning hvenær kvikmyndaframleiðendur myndu finna leið til að endurræsa seríuna. Óvæntur Rambo Centineo er ekki augljós kandídat í verkið en hann hefur leikið kvikmyndum og sjónvarpi frá barnsaldri. Fyrst í ýmsum smáhlutverk en síðan í stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Fosters (2015-18). Hann varð síðan frægur þegar hann lék hjartaknúsara rómantísku gamanmyndinni To All the Boys I’ve Loved Before (2018) og tveimur framhaldsmyndum hennar, sem eru allar þrjár framleiddar af Netflix. Í síðustu hlutverkum sínum hefur hann þó færst fjær hjartaknúsinu og nær hasarnum, annars vegar lék hann ofurhetjuna Atom Smasher í Black Adam (2022) og hins vegar bandarískan hermann í Íraksstríðinu Warfare (2025).
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Rambo hefur sjaldan verið reiðari. 30. maí 2019 18:04 Stefnt að endurgerð Rambo Ný hetja mun koma í stað Sylvester Stallone. 29. október 2016 09:58 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Rambo hefur sjaldan verið reiðari. 30. maí 2019 18:04