Nýr Rambo fundinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 08:52 Á eftir Rocky er Rambo frægasta rulla hasarstjörnunnar Sylvester Stallone. Það verður ærið verkefni fyrir Noah Centineo að feta í fótspor hans. EPA Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo. Næsta mynd um Rambo ber heitið John Rambo og á að gerast fyrir atburði fyrstu myndarinnar, First Blood (1982). Sú byggði á samnefndri bók eftir David Morrell frá 1972 og fjallaði um mann sem hafði skaddast í Víetnamstríðinu, lenti upp á kant við lögregluyfirvöld í smábænum Hope og þurfti að berjast fyrir lífi sínu. Fyrsta myndin fjallaði jafnmikið um sálræn áföll Rambo og átök hans við lögregluna. Næstu fjórar myndir eftir það, Rambo: First Blood Part II (1985), Rambo III (1988), Rambo (2008) og Rambo: Last Blood (2019) voru mun hefðbundnari hasarmyndir þar sem Rambo barðist við víetnamska, sovéska, búrmíska og mexíkóska vígamenn. Kvikmyndaserían hefur átt gríðargóðu gengi að fagna gegnum árin og halað inn meira en 800 milljónum dala á heimsvísu. Það var því bara spurning hvenær kvikmyndaframleiðendur myndu finna leið til að endurræsa seríuna. Óvæntur Rambo Centineo er ekki augljós kandídat í verkið en hann hefur leikið kvikmyndum og sjónvarpi frá barnsaldri. Fyrst í ýmsum smáhlutverk en síðan í stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Fosters (2015-18). Hann varð síðan frægur þegar hann lék hjartaknúsara rómantísku gamanmyndinni To All the Boys I’ve Loved Before (2018) og tveimur framhaldsmyndum hennar, sem eru allar þrjár framleiddar af Netflix. Í síðustu hlutverkum sínum hefur hann þó færst fjær hjartaknúsinu og nær hasarnum, annars vegar lék hann ofurhetjuna Atom Smasher í Black Adam (2022) og hins vegar bandarískan hermann í Íraksstríðinu Warfare (2025). Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Rambo hefur sjaldan verið reiðari. 30. maí 2019 18:04 Stefnt að endurgerð Rambo Ný hetja mun koma í stað Sylvester Stallone. 29. október 2016 09:58 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Næsta mynd um Rambo ber heitið John Rambo og á að gerast fyrir atburði fyrstu myndarinnar, First Blood (1982). Sú byggði á samnefndri bók eftir David Morrell frá 1972 og fjallaði um mann sem hafði skaddast í Víetnamstríðinu, lenti upp á kant við lögregluyfirvöld í smábænum Hope og þurfti að berjast fyrir lífi sínu. Fyrsta myndin fjallaði jafnmikið um sálræn áföll Rambo og átök hans við lögregluna. Næstu fjórar myndir eftir það, Rambo: First Blood Part II (1985), Rambo III (1988), Rambo (2008) og Rambo: Last Blood (2019) voru mun hefðbundnari hasarmyndir þar sem Rambo barðist við víetnamska, sovéska, búrmíska og mexíkóska vígamenn. Kvikmyndaserían hefur átt gríðargóðu gengi að fagna gegnum árin og halað inn meira en 800 milljónum dala á heimsvísu. Það var því bara spurning hvenær kvikmyndaframleiðendur myndu finna leið til að endurræsa seríuna. Óvæntur Rambo Centineo er ekki augljós kandídat í verkið en hann hefur leikið kvikmyndum og sjónvarpi frá barnsaldri. Fyrst í ýmsum smáhlutverk en síðan í stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Fosters (2015-18). Hann varð síðan frægur þegar hann lék hjartaknúsara rómantísku gamanmyndinni To All the Boys I’ve Loved Before (2018) og tveimur framhaldsmyndum hennar, sem eru allar þrjár framleiddar af Netflix. Í síðustu hlutverkum sínum hefur hann þó færst fjær hjartaknúsinu og nær hasarnum, annars vegar lék hann ofurhetjuna Atom Smasher í Black Adam (2022) og hins vegar bandarískan hermann í Íraksstríðinu Warfare (2025).
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Rambo hefur sjaldan verið reiðari. 30. maí 2019 18:04 Stefnt að endurgerð Rambo Ný hetja mun koma í stað Sylvester Stallone. 29. október 2016 09:58 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni Rambo hefur sjaldan verið reiðari. 30. maí 2019 18:04