Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Donni marka­hæstur í endur­kominni

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur aftur til leiks með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Hann hafði tekið sér tímabundið hlé frá handbolta vegna kulnunar en er nú snúinn aftur og það með látum.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér líður ekkert vel“

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu fyrir Aftureldingu, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikars karla í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur við hvernig Stjörnumenn byrjuðu leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir

Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir

Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30.

Handbolti
Fréttamynd

HK missir lykilmann til FH

Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Elna Ólöf og Berg­lind í raðir Fram

Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“

Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum.

Handbolti