„Höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 21:09 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego „Mér fannst í rauninni ótrúlegt að við skydum ekki vinna stærra,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir 33-30 sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“ Olís-deild karla FH Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
„Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“
Olís-deild karla FH Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira