Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 14:53 Keflvíkingar og Valsarar fögnuðu bikarmeistaratitli í Laugardalshöll á síðustu leiktíð en nú er ljóst að þeim titlum verður fagnað annars staðar í vetur. Samsett/Hulda Margrét „Við erum svekkt yfir þessu en skiljum ákvörðunina,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Bikarkeppnunum í handbolta og körfubolta hefur verið úthýst úr Laugardalshöll. Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll. Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll.
Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira