„Ef ég er í fluginu þá mun það falla niður“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er veðurteppt í Strassborg. Hún segir það vera þriðja skiptið sem það gerist á fjórum vikum. Lífið 28. janúar 2023 16:01
Tóku lagið í flugvélinni og dreymir nú um að halda tónleika á Íslandi Kanadíska tríóið Jessica Pearson and the East Wind vakti mikla athygli hér á landi á dögunum fyrir það að blása til tónleika um borð í Icelandair flugvél. Farþegar vélarinnar voru fastir um borð vegna veðurs og hvatti áhöfnin hljómsveitina til að taka nokkur lög. Tónlist 28. janúar 2023 10:01
Fljótel meðal sýnisgripa á ferðaþjónustuhátíð Mid-Atlantic kaupstefnan fór fram í Laugardalshöll í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. Kaupstefnugestir segja mikinn vöxt hafa orðið í íslenskri ferðaþjónustu síðan ráðstefnan fór síðast fram og nauðsynlegt að mynda tengsl bæði vestan og austan Atlantshafs. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 20:38
Icelandair lýkur fjármögnun tveggja Boeing 737 MAX flugvéla Icelandair hefur lokið fjármögnun á tveimur Boeing 737 MAX 8. Heildarfjárhæð fjármögnunarinnar er um 67 milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 9,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 17:05
Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Innlent 27. janúar 2023 13:16
„Það verður alveg vel hvasst“ Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Innlent 26. janúar 2023 23:03
Icelandair aflýsir nánast öllu flugi Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst. Innlent 26. janúar 2023 17:59
Icelandair hefur áætlunarflug til Krítar Icelandair tilkynnir í dag Krít á Grikklandi sem nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu. Flogið verður einu sinni í viku, á föstudögum, frá Keflavíkurflugvelli til Chania flugvallar á Krít. Viðskipti innlent 26. janúar 2023 13:27
„Þetta voru ungir strákar í blóma lífsins“ Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið með íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni. Innlent 24. janúar 2023 12:10
Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær. Innlent 23. janúar 2023 20:01
Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Innlent 23. janúar 2023 13:50
Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Innlent 23. janúar 2023 12:08
Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur. Innlent 23. janúar 2023 11:31
Flugferðum aflýst á Heathrow vegna veðurs Raskanir eru á Heathrow flugvelli í dag vegna frosts og þoku en British Airways hefur þurft að aflýsa um 80 flugferðum vegna veðurs. Nóttin var sú kaldasta í meira en áratug. Engar raskanir virðast vera á ferðum félagsins til og frá Íslandi í dag. Erlent 23. janúar 2023 10:53
Sungu fyrir farþega sem sátu fastir í vél Icelandair Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni. Flugstjórinn segir alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. Innlent 22. janúar 2023 21:46
Fötluð kona föst í flugvél með stífluðu klósetti Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. Innlent 22. janúar 2023 16:59
Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. Innlent 22. janúar 2023 15:04
Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. Innlent 22. janúar 2023 14:39
Hurð rifnaði af flugvallarbíl Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar. Innlent 22. janúar 2023 14:04
Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. Innlent 22. janúar 2023 12:19
Björgunarsveitir aðstoða við að koma 800 manns úr flugvélum Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur verið kallað út til þess að aðstoða við að koma fólki úr flugvélum á Keflavíkurflugvelli. Innlent 22. janúar 2023 11:13
NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. Viðskipti erlent 19. janúar 2023 22:22
Arnar nýr forstöðumaður hjá Isavia Arnar Bentsson hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Isavia. Viðskipti innlent 18. janúar 2023 09:45
Telur Icelandair „verulega undirverðlagt“ og vill sjá umfangsmeira kaupréttarkerfi Bandarískt fjárfestingafélag, sem eru á meðal tíu stærsta hluthafa Icelandair, segir að miðað við núverandi verðlagningu á íslenska flugfélaginu á markaði sé það „verulega undirverðlagt“ borið saman við önnur alþjóðleg flugfélög. Það væri til bóta ef Icelandair myndi bæta úr upplýsingagjöf sinni til fjárfesta, meðal annars með tíðari afkomuspám, og þá ætti félagið að koma á fót umfangsmeira kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur þess. Innherji 17. janúar 2023 17:41
Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Erlent 17. janúar 2023 14:14
Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. Innlent 17. janúar 2023 07:32
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. Erlent 15. janúar 2023 21:28
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Viðskipti innlent 15. janúar 2023 11:03
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. Erlent 15. janúar 2023 09:39
„Sáum okkur leik á borði“ Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Innlent 14. janúar 2023 15:36