Karfa loftbelgsins valt á hliðina í lendingunni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2024 22:44 Karfan komin á hliðina eftir lendingu. Mennirnir þrír um borð dragast áfram í körfunni eftir móanum. Bjarni Einarsson Þeir sem sáu loftbelginn hverfa upp í háloftin yfir Rangárvöllum í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi vilja eflaust margir vita hvernig flugferðin endaði. Hér sjáum við þá sögu. Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30