Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Sætanýting í júní var 83 prósent og stundvísi var 85,2 prósent, 14,5 prósentustigum meiri en í fyrra.
Hafa nýtt sveigjanleikann í leiðakerfinu
Icelandair hefur það sem af er ári flutt tvær milljónir farþega, 7 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Mikil fjölgun hefur verið í tengifarþegum, en farþegum til landsins hefur fækkað.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að nú sem fyrr hafi félagið nýtt sveigjanleikann í leiðakerfinu og lagt aukna áherslu á tengifarþega. Um helmingur farþega félagsins í júní hafi verið tengifarþegar á leiðinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku.
„Icelandair er lítið flugfélag í mikilli alþjóðlegri samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Það var því áhugavert að sjá nýlega greiningu sem leiddi í ljós að við erum það flugfélag sem flýgur flestar ferðir yfir Atlantshafið á mjóþotum. Í þessu liggur einmitt eitt helsta samkeppnisforskot okkar,“ segir Bogi.