Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sakar stjórn Fylkis um ó­heiðar­leika

Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax

Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Al­gjör­lega ein­stakt“

Í Stúkunni, upp­gjörs­þætti Bestu deildar karla í fót­bolta í gær­kvöldi, var glæsi­mark Emils Atla­sonar, fram­herja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykja­vík tekið fyrir og var Atli Viðar Björns­son, einn af sér­fræðingum þáttarins, klár á því að markið væri lang­besta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hand­rit Ástu Eirar fékk full­komin enda­lok

Eftir að hafa landað sjálfum Ís­lands­meistara­titlinum með Breiða­bliki um ný­liðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði Breiða­bliks, frá því á sunnu­daginn síðast­liðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Á­kvörðun Ástu kom vafa­laust mörgum á ó­vart en hún á þó sinn að­draganda.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

UEFA hefur rann­sókn vegna kvartana Tel Aviv

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun rannsaka hvort Aral Şimşir hafi öskrað „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ eftir leik Midtjylland og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Evrópudeild karla í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Varði mark botn­liðsins en bar samt af

Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tár­vot Ásta sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina

Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði ný­krýndra Ís­lands­meistara Breiða­bliks í fót­bolta, hefur á­kveðið að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna eftir frá­bæran feril og að­eins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina og er þakk­lát fyrir tímana hjá upp­eldis­fé­laginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Katrín ekki með slitið kross­band

Katrín Ásbjörnsdóttir varð um helgina í Íslandsmeistari þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Hún fagnaði titlinum á sjúkrabörum eftir að meiðast illa á hné í leiknum. Fyrst var óttast að krossbandið hefði slitnað en það var sem betur fer ekki raunin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Johan Neeskens fallinn frá

Hollenska fótboltagoðsögnin Johan Neeskens er látinn, 73 ára að aldri, en frá þessu greindi hollenska knattspyrnusambandið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Onana haldið oftast hreinu

Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu.

Enski boltinn