Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 09:31 Michael Keane fær hér rauða spjaldið eftir að dómarinn fór í skjáinn til að skoða betur hártog miðvarðarins. Getty/Chris Brunskill Everton endaði leikinn á níu vellinum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. David Moyes knattspyrnustjóri Everton var æfur yfir að hans mati „fáránlegri“ ákvörðun sem leiddi til þess að Michael Keane var rekinn af velli fyrir að toga í hár Tolu Arokodare. Everton-leikmennirnir Michael Keane og Jack Grealish fengu báðir rauða spjaldið í lokakafla leiksins þar sem botnlið Wolves, sem virðist örugglega fallið, var hársbreidd frá því að stela sigrinum í blálokin. Lítið benti þó til þeirrar dramatíkur og ringulreiðar framan af leik. Tvö rauð spjöld á síðustu sjö mínútunum Allt breyttist þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Keane fékk beint rautt spjald eftir langa íhlutun myndbandsdómara (VAR) í kjölfar samstuðs í loftinu við Tolu Arokodare, þar sem varnarmaðurinn virtist hafa togað í hár framherja Wolves. Grealish fylgdi honum svo af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir mótmæli en Grealish klappaði þá kaldhæðnislega fyrir einni ákvörðun dómarans sem gaf hinum seinna gula fyrir það og það með rautt. Klippa: Rauða spjald Michael Keane á móti Úlfunum Moyes var líklega alveg jafn svekktur yfir því hvernig lið hans hleypti neðsta liði deildarinnar aftur inn í leikinn þegar hinn átján ára gamli Matheus Mane skoraði í öðrum leiknum í röð, en hann beindi spjótum sínum samt að dómurunum. „Þetta er ekki ofbeldisfullt“ „Þetta er ekki ofbeldisfullt, þetta er ekki harkalegt og þetta er ekki viljandi, þannig að allt þetta sem ég hef sagt þýðir að þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald,“ sagði Moyes eftir að lið hans missti af tækifæri til að komast þremur stigum frá fjórða sætinu í deildinni. „Mér fannst þetta virkilega slök ákvörðun að senda hann til að skoða skjáinn til að byrja með. Það var togað í hárið á [Marc] Cucurella [af João Neves í úrslitaleik HM félagsliða] – ofbeldisfull hegðun, viljandi athæfi, ekkert vandamál með það,“ sagði Moyes „En þetta gerðist í leiknum, þegar bolti kom upp og nema þú hafir spilað leikinn skilurðu þetta kannski ekki. Ég hef verið miðvörður og það er engin leið að ég sé að stökkva til að ná hærra en stór miðherji og hugsa: ‚Já, og á meðan ég stekk hærra en hann ætla ég að toga í hárið á honum.‘“ Þekkir engan á þessari plánetu „Ég þekki engan á þessari plánetu sem er nógu góður til að hugsa þannig þegar hann stekkur upp. Mér fannst þetta fáránleg ákvörðun hjá dómaranum, en enn frekar hjá VAR. Mér fannst fáránleikinn koma frá VAR,“ sagði Moyes. Klippa: Rauða spjald Jack Grealish á móti Úlfunum „Þetta getur ekki verið ofbeldisfull hegðun. Ég skil bara ekki hvernig þetta réttlætir brottvísun. Af hverju ætti þetta að vera rautt spjald á meðan við látum annað afskiptalaust? Fáránlegt, vonlaust,“ sagði Moyes. Moyes var ekki jafn málglaður um skapofsa Grealish, sem mun þynna enn frekar þunnan leikmannahóp hans þar sem Keane er nú í þriggja leikja banni. Aðspurður hvort þetta væri eitthvað sem hann þyrfti að taka á, ekki aðeins með leikmanninum heldur einnig með restinni af hópnum, bætti hann við: „Ég er þegar búinn að því,“ sagði Moyes. Hér fyrir ofan má sjá þessi tvö rauðu spjöld. Enski boltinn Everton FC Wolverhampton Wanderers Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Everton-leikmennirnir Michael Keane og Jack Grealish fengu báðir rauða spjaldið í lokakafla leiksins þar sem botnlið Wolves, sem virðist örugglega fallið, var hársbreidd frá því að stela sigrinum í blálokin. Lítið benti þó til þeirrar dramatíkur og ringulreiðar framan af leik. Tvö rauð spjöld á síðustu sjö mínútunum Allt breyttist þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Keane fékk beint rautt spjald eftir langa íhlutun myndbandsdómara (VAR) í kjölfar samstuðs í loftinu við Tolu Arokodare, þar sem varnarmaðurinn virtist hafa togað í hár framherja Wolves. Grealish fylgdi honum svo af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir mótmæli en Grealish klappaði þá kaldhæðnislega fyrir einni ákvörðun dómarans sem gaf hinum seinna gula fyrir það og það með rautt. Klippa: Rauða spjald Michael Keane á móti Úlfunum Moyes var líklega alveg jafn svekktur yfir því hvernig lið hans hleypti neðsta liði deildarinnar aftur inn í leikinn þegar hinn átján ára gamli Matheus Mane skoraði í öðrum leiknum í röð, en hann beindi spjótum sínum samt að dómurunum. „Þetta er ekki ofbeldisfullt“ „Þetta er ekki ofbeldisfullt, þetta er ekki harkalegt og þetta er ekki viljandi, þannig að allt þetta sem ég hef sagt þýðir að þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald,“ sagði Moyes eftir að lið hans missti af tækifæri til að komast þremur stigum frá fjórða sætinu í deildinni. „Mér fannst þetta virkilega slök ákvörðun að senda hann til að skoða skjáinn til að byrja með. Það var togað í hárið á [Marc] Cucurella [af João Neves í úrslitaleik HM félagsliða] – ofbeldisfull hegðun, viljandi athæfi, ekkert vandamál með það,“ sagði Moyes „En þetta gerðist í leiknum, þegar bolti kom upp og nema þú hafir spilað leikinn skilurðu þetta kannski ekki. Ég hef verið miðvörður og það er engin leið að ég sé að stökkva til að ná hærra en stór miðherji og hugsa: ‚Já, og á meðan ég stekk hærra en hann ætla ég að toga í hárið á honum.‘“ Þekkir engan á þessari plánetu „Ég þekki engan á þessari plánetu sem er nógu góður til að hugsa þannig þegar hann stekkur upp. Mér fannst þetta fáránleg ákvörðun hjá dómaranum, en enn frekar hjá VAR. Mér fannst fáránleikinn koma frá VAR,“ sagði Moyes. Klippa: Rauða spjald Jack Grealish á móti Úlfunum „Þetta getur ekki verið ofbeldisfull hegðun. Ég skil bara ekki hvernig þetta réttlætir brottvísun. Af hverju ætti þetta að vera rautt spjald á meðan við látum annað afskiptalaust? Fáránlegt, vonlaust,“ sagði Moyes. Moyes var ekki jafn málglaður um skapofsa Grealish, sem mun þynna enn frekar þunnan leikmannahóp hans þar sem Keane er nú í þriggja leikja banni. Aðspurður hvort þetta væri eitthvað sem hann þyrfti að taka á, ekki aðeins með leikmanninum heldur einnig með restinni af hópnum, bætti hann við: „Ég er þegar búinn að því,“ sagði Moyes. Hér fyrir ofan má sjá þessi tvö rauðu spjöld.
Enski boltinn Everton FC Wolverhampton Wanderers Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti