Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Þrír útisigrar á Ítalíu

Þrír leikir eru búnir í Serie A í dag og hafa þeir allir unnist á útivelli. Lazio hangir með í pakka þeirra liða sem elta topplið Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United valtaði yfir Liverpool

María Þórisdóttir kom inná sem varamaður á 70. mínútu þegar lið hennar, Manchester United, sigraði Liverpool með sex mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór setti boltann í eigið net

Willum Þór Willumsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar lið hans Go Ahead Eagles gerði 2-2 jafntefli við Utrecht í hollensku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal beinir sjónum sínum að Raphinha

Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur haft sambandið við Dece, umboðsmann brasilíska framherjans Raphinha, sem er á mála hjá Barcelona, með vistaskipti leikmannsins í huga.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábært gengi Brentford heldur áfram

Brentford er komið uppfyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Bournemouth í kvöld. Liðið er taplaust eftir að deildin hófst á nýjan leik eftir hlé.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikilvæg stig í súginn hjá AC Milan

AC Milan varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ítölsku Serie A í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Lecce. Napoli er nú með níu stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fór í gegnum allan tilfinningaskalann

Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli pakkaði Juventus saman í toppslagnum á Ítalíu

Juventus hafði unnið átta leiki í röð án þess að fá á sig mark áður en að mætti toppliði Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Juventus átti aldrei möguleika gegn Napoli í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri heimamanna í Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Sókn vinnur leiki en vinnur vörn titla?

Ítalska knattspyrnan er nú aftur farin á fleygiferð eftir langt og sorglegt hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Sorglegt auðvitað vegna þess þjóðin öðlaðist ekki þátttökurétt á mótinu og er þetta annað heimsmeistaramótið í röð þar sem þessi örlög biðu landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi

Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 

Tónlist